Viðskipti erlent

Rauður dagur á bandarískum markaði

Frá hlutabréfamarkaði á Wall Street í Bandaríkjunum.
Frá hlutabréfamarkaði á Wall Street í Bandaríkjunum. Mynd/AFP

Dagurinn hefur verið rauður á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag en helstu vísitölurnar þrjár hafa allar lækkað um rúmt prósent það sem af er dags. Á sama tíma hefur Úrvalsvísitalan lækkað um 1,24 prósent en hún fór nú um þrjúleytið undir 8.000 stig.

Dow Jones-vísitalan hefur lækkað um 1,16 prósent, Nasdaq um 1,09 prósent en S&P 500 um 1,21 prósent.

Úrvalsvísitalan stendur nú í 7.999 stigum og nemur árshækkun hennar 24,78 prósentum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×