Hráolíuverð hækkar í verði 15. ágúst 2007 15:04 Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði á fjármálamarkaði í dag eftir að orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá því að hráolíu- og eldsneytisbirgðir landsins hefðu dregist meira saman en spáð hafði verið. Veðurspáin næstu vikur réð sömuleiðis nokkru um hækkunina en því er spáð að olíuvinnslustöðvum við Mexíkóflóa geti stafað hætta af hitabeltisstormum á næstunni. Olíubirgðir drógust saman um 5,2 milljónir tunna á milli vikna í Bandaríkjunum en það er tæpum fimm milljónum tunnum meira en greinendur höfðu gert ráð fyrir. Þá hefur eftirspurn eftir eldsneyti í sumar haldið olíuverði uppi í Bandaríkjunum en hún er 0,4 prósentum meiri nú en á sama tíma í fyrra. Hitabeltisstormar eru tíðir á Mexíkóflóa um þetta leyti árs og munu tveir þeirra geta valdið tjóni á olíuvinnslustöðvum við flóann, að sögn fréttastofunnar Associated Press. Hitabeltisstormurinn Dean er enn sem komið er langt frá flóanum en gæti valdið usla síðar í vikunni. Annar stormur mun þó vera á leiðinni en óttast er að hann geti nálgast olíuvinnslustöðvar við flóann í fyrramálið, að sögn fréttastofunnar. Hráolía sem verður afhent í næsta mánuði hækkaði um 90 sent á markaði í Bandaríkjunum og stendur nú í 73,28 dölum á tunnu. Verð á Brent Norðursjávarolíu hækkaði sömuleiðis um 87 sent á markaði í Bretlandi og stendur nú í 71,38 dölum á tunnu. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði á fjármálamarkaði í dag eftir að orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá því að hráolíu- og eldsneytisbirgðir landsins hefðu dregist meira saman en spáð hafði verið. Veðurspáin næstu vikur réð sömuleiðis nokkru um hækkunina en því er spáð að olíuvinnslustöðvum við Mexíkóflóa geti stafað hætta af hitabeltisstormum á næstunni. Olíubirgðir drógust saman um 5,2 milljónir tunna á milli vikna í Bandaríkjunum en það er tæpum fimm milljónum tunnum meira en greinendur höfðu gert ráð fyrir. Þá hefur eftirspurn eftir eldsneyti í sumar haldið olíuverði uppi í Bandaríkjunum en hún er 0,4 prósentum meiri nú en á sama tíma í fyrra. Hitabeltisstormar eru tíðir á Mexíkóflóa um þetta leyti árs og munu tveir þeirra geta valdið tjóni á olíuvinnslustöðvum við flóann, að sögn fréttastofunnar Associated Press. Hitabeltisstormurinn Dean er enn sem komið er langt frá flóanum en gæti valdið usla síðar í vikunni. Annar stormur mun þó vera á leiðinni en óttast er að hann geti nálgast olíuvinnslustöðvar við flóann í fyrramálið, að sögn fréttastofunnar. Hráolía sem verður afhent í næsta mánuði hækkaði um 90 sent á markaði í Bandaríkjunum og stendur nú í 73,28 dölum á tunnu. Verð á Brent Norðursjávarolíu hækkaði sömuleiðis um 87 sent á markaði í Bretlandi og stendur nú í 71,38 dölum á tunnu.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira