Fjárfestar reikna með frekari lækkun vestanhafs 16. ágúst 2007 12:38 Miðlari á Indlandi. Niðursveifla hefur verið á öllum fjármálamörkuðum í dag og gera fjárfestar í Bandaríkjunum við því að hún haldi áfram í dag. Mynd/AP Fjárfestar í Bandaríkjunum hafa sett sig í stellingar fyrir enn eina dýfuna á hlutabréfamarkaði vestanhafs í dag eftir að forsvarsmenn fjármálafyrirtækisins Countrywide Financial Corporation, einu stærsta fasteignalánafyrirtæki þar í landi, greindu frá því að þeir hefðu þurft að sækja í varasjóði sína vegna lausafjárskorts. Helstu vísitölur lækkuðu talsvert á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær og sló taktinn fyrir lækkanahrinu á alþjóðamörkuðum í dag. Gengi Nasdaq-vísitölunnar lækkaði um tæp tvö prósent í gær og hvarf við það hækkun ársins. Countrywide Financial Corporation hefur átt við erfiðleika að etja í kjölfar samdráttar á bandarískum fasteignamarkaði en gengi þess hefur hríðfallið síðan samdráttarins varð vart. Þetta er ekkert einsdæmi fyrir stór lánafyrirtæki í þessum geira í Bandaríkjunum en nokkur hafa verið úrskurðuð gjaldþrota og önnur farið fram á greiðslustöðvun. Slæmu fréttirnar fyrir opnun markaða í Bandaríkjunum í dag eru þær að Countrywide Financial varð að nýta sér ádráttarlán sem fyrirtækið hafði aflað sér sökum lélegrar stöðu. Lánið nemur 11,5 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 800 milljarða íslenskra króna, að sögn fréttastofunnar Associated Press. Gengi bréfa í fyrirtækinu lækkaði við þetta um 10,6 prósent fyrir opnun markaða vestanhafs í dag. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Fjárfestar í Bandaríkjunum hafa sett sig í stellingar fyrir enn eina dýfuna á hlutabréfamarkaði vestanhafs í dag eftir að forsvarsmenn fjármálafyrirtækisins Countrywide Financial Corporation, einu stærsta fasteignalánafyrirtæki þar í landi, greindu frá því að þeir hefðu þurft að sækja í varasjóði sína vegna lausafjárskorts. Helstu vísitölur lækkuðu talsvert á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær og sló taktinn fyrir lækkanahrinu á alþjóðamörkuðum í dag. Gengi Nasdaq-vísitölunnar lækkaði um tæp tvö prósent í gær og hvarf við það hækkun ársins. Countrywide Financial Corporation hefur átt við erfiðleika að etja í kjölfar samdráttar á bandarískum fasteignamarkaði en gengi þess hefur hríðfallið síðan samdráttarins varð vart. Þetta er ekkert einsdæmi fyrir stór lánafyrirtæki í þessum geira í Bandaríkjunum en nokkur hafa verið úrskurðuð gjaldþrota og önnur farið fram á greiðslustöðvun. Slæmu fréttirnar fyrir opnun markaða í Bandaríkjunum í dag eru þær að Countrywide Financial varð að nýta sér ádráttarlán sem fyrirtækið hafði aflað sér sökum lélegrar stöðu. Lánið nemur 11,5 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 800 milljarða íslenskra króna, að sögn fréttastofunnar Associated Press. Gengi bréfa í fyrirtækinu lækkaði við þetta um 10,6 prósent fyrir opnun markaða vestanhafs í dag.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira