Viðskipti erlent

Líst illa á tilboð í Sainsbury’s

MYND/AFP

Eitt stærsta verkalýðsfélag Bretlandseyja hvetur stjórn bresku verslunarkeðjunnar Sainsbury´s að hafna tilboði í keðjuna sem fjárfestingafélag frá Quatar hefur lagt fram. Það er konungsfjölskylda landsins sem stendur á bak við félagið, Delta Two.

Verkalýðsfélagið óttast um starfsöryggi félagsmanna sinna sem vinna hjá Sainsbury´s verði tilboðinu tekið, en þeir telja 20 þúsund manns.

Fjárfestingafélaginu hefur gengið illa að sannfæra ættingja stofnanda keðjunnar um ágæti tilboðsins en það hljómar upp á rúma tíu milljarða punda. Ættingjarnir ráða yfir 18 prósenta hlut í félaginu og þeir óttast að verði tilboðinu tekið muni keðjan verða of skuldsett.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×