Íslenskir vísindamenn reyna að binda koltvísýring við basalt Þórir Guðmundsson skrifar 22. ágúst 2007 18:30 Íslenskir vísindamenn eru að þróa aðferð til þess að vinna gegn gróðurhúsaáhrifunum með því að dæla koltvísýringi í jarðlög. Aðferðin felst í því að dæla koltvísýringi niður í basaltbergið á fjögur til átta hundruð metra dýpi. Hugmyndin er að leysa koltvísýringinn upp í kælivatni virkjunarinnar á Hellisheiði við háan þrýsting. Þeim vökva er síðan dælt niður í jörðina um borholur og látinn hvarfast við basaltið. Einar Gunnlaugsson deildarstjóri rannsókna hjá Orkuveitunni kynnti þessa hugmynd á fundi á Bessastöðum með Barböru Boxer, sem er áhrifamikill þingmaður öldungadeildar Bandaríkjaþings. Boxer sagði í samtali við Stöð tvö að hér væri um að ræða ákaflega áhugaverða leið til að vinna gegn hlýnun jarðar. Boxer er nýkomin frá Grænlandi, þar sem hún segist hafa séð afleiðingar gróðurhúsaáhrifanna í bráðnun Grænlandsjökuls. Um allan heim eru vísindamenn að leita leiða til að koma í veg fyrir losun koltvísýrings í andrúmsloftið, en koltvísýringur stuðlar að gróðurhúsaáhrifunum. Einar Gunnlaugsson, deildarstjóri rannsókna hjá Orkuveitu Reykjavíkur, segir að hér sé um alþjóðlegt verkefni að ræða. Verið er að ljúka gerð samstarfssamnings milli Orkuveitu Reykjavíkur, Háskóli Íslands, Kolumbaháskóli í Bandaríkjunum og Paul Sabatier Háskólinn í Toulouse í Frakklandi. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hafði forgöngu um samstarf íslenskra og bandarískra vísindamanna á þessu sviði. Einar vonast til að hægt verði að byrja að bora þegar á næsta ári. Umhverfismál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Íslenskir vísindamenn eru að þróa aðferð til þess að vinna gegn gróðurhúsaáhrifunum með því að dæla koltvísýringi í jarðlög. Aðferðin felst í því að dæla koltvísýringi niður í basaltbergið á fjögur til átta hundruð metra dýpi. Hugmyndin er að leysa koltvísýringinn upp í kælivatni virkjunarinnar á Hellisheiði við háan þrýsting. Þeim vökva er síðan dælt niður í jörðina um borholur og látinn hvarfast við basaltið. Einar Gunnlaugsson deildarstjóri rannsókna hjá Orkuveitunni kynnti þessa hugmynd á fundi á Bessastöðum með Barböru Boxer, sem er áhrifamikill þingmaður öldungadeildar Bandaríkjaþings. Boxer sagði í samtali við Stöð tvö að hér væri um að ræða ákaflega áhugaverða leið til að vinna gegn hlýnun jarðar. Boxer er nýkomin frá Grænlandi, þar sem hún segist hafa séð afleiðingar gróðurhúsaáhrifanna í bráðnun Grænlandsjökuls. Um allan heim eru vísindamenn að leita leiða til að koma í veg fyrir losun koltvísýrings í andrúmsloftið, en koltvísýringur stuðlar að gróðurhúsaáhrifunum. Einar Gunnlaugsson, deildarstjóri rannsókna hjá Orkuveitu Reykjavíkur, segir að hér sé um alþjóðlegt verkefni að ræða. Verið er að ljúka gerð samstarfssamnings milli Orkuveitu Reykjavíkur, Háskóli Íslands, Kolumbaháskóli í Bandaríkjunum og Paul Sabatier Háskólinn í Toulouse í Frakklandi. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hafði forgöngu um samstarf íslenskra og bandarískra vísindamanna á þessu sviði. Einar vonast til að hægt verði að byrja að bora þegar á næsta ári.
Umhverfismál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira