Bakslag í Bandaríkjunum 28. ágúst 2007 20:37 Helstu vísitölur á bandarískum hlutabréfamarkaði féllu um rúm tvö prósent við lokun markaða í dag. Helstu ástæðurnar fyrir lækkuninni eru minni væntingar neytenda vestanhafs nú en áður í skugga samdráttar á bandarískum fasteignamarkaði. Þá dvína vonir fjárfesta um að bandaríski seðlabankinn kæmi til móts við þrengingar á fjármálamarkaði með lækkun stýrivaxta. Væntingarvísitala Bandaríkjamanna í ágúst hefur ekki verið lægri í tvö ár, eða síðan fellibylurinn Katrín reið yfir suðurströnd Bandaríkjanna. Ástæðan liggur í minni væntingum þeirra til efnahagslífsins í ljósi þess að fasteignum á söluskrá fjölgaði mjög á milli mánaða auk þess sem fasteignaverð hélt áfram að lækka líkt og síðastliðna tólf mánuði. Á móti hefur orðið erfiðara að festa sér fasteign í Bandaríkjunum þar sem fjármálafyrirtæki þar í landi eru nú tregari en áður að veita fasteignalán. Þá spilar inn í lækkunina nú að matsfyrirtæki gera ráð fyrir að samdráttur á fasteignalánamarkaði geti komið niður á fjármálafyrirtækjum á árinu. Fjárfestar hafa horft til þess að seðlabanki Bandaríkjanna kæmi til móts við þrengingar á markaðnum með lækkun stýrivaxta. Bankinn hefur gert það með ýmsu móti, meðal annars með því að veita bönkum lán á lægri vöxtum en gengur og gerist auk þess sem hann lækkaði daglánavexti fyrir tæpum hálfum mánuði. Ben Bernanke, seðlabankastjóri landsins, hefur hins vegar staðið á því föstum fótum að stýrivextir verði ekki lækkaðir fyrr en vísbendingar verði uppi um að draga sé úr verðbólgu. Dow Jones-vísitalan féll um 2,10 prósent, Nasdaq-vísitalan um 2,37 prósent og S&P-vísitalan um 2,35 prósent. Vísitölurnar hafa lækkað báða daga vikunnar. Það hefur valdið því að hækkun síðustu viku hefur þurrkast út, að sögn fréttaveitunnar Bloomberg. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Helstu vísitölur á bandarískum hlutabréfamarkaði féllu um rúm tvö prósent við lokun markaða í dag. Helstu ástæðurnar fyrir lækkuninni eru minni væntingar neytenda vestanhafs nú en áður í skugga samdráttar á bandarískum fasteignamarkaði. Þá dvína vonir fjárfesta um að bandaríski seðlabankinn kæmi til móts við þrengingar á fjármálamarkaði með lækkun stýrivaxta. Væntingarvísitala Bandaríkjamanna í ágúst hefur ekki verið lægri í tvö ár, eða síðan fellibylurinn Katrín reið yfir suðurströnd Bandaríkjanna. Ástæðan liggur í minni væntingum þeirra til efnahagslífsins í ljósi þess að fasteignum á söluskrá fjölgaði mjög á milli mánaða auk þess sem fasteignaverð hélt áfram að lækka líkt og síðastliðna tólf mánuði. Á móti hefur orðið erfiðara að festa sér fasteign í Bandaríkjunum þar sem fjármálafyrirtæki þar í landi eru nú tregari en áður að veita fasteignalán. Þá spilar inn í lækkunina nú að matsfyrirtæki gera ráð fyrir að samdráttur á fasteignalánamarkaði geti komið niður á fjármálafyrirtækjum á árinu. Fjárfestar hafa horft til þess að seðlabanki Bandaríkjanna kæmi til móts við þrengingar á markaðnum með lækkun stýrivaxta. Bankinn hefur gert það með ýmsu móti, meðal annars með því að veita bönkum lán á lægri vöxtum en gengur og gerist auk þess sem hann lækkaði daglánavexti fyrir tæpum hálfum mánuði. Ben Bernanke, seðlabankastjóri landsins, hefur hins vegar staðið á því föstum fótum að stýrivextir verði ekki lækkaðir fyrr en vísbendingar verði uppi um að draga sé úr verðbólgu. Dow Jones-vísitalan féll um 2,10 prósent, Nasdaq-vísitalan um 2,37 prósent og S&P-vísitalan um 2,35 prósent. Vísitölurnar hafa lækkað báða daga vikunnar. Það hefur valdið því að hækkun síðustu viku hefur þurrkast út, að sögn fréttaveitunnar Bloomberg.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira