Samdráttur hjá DaimlerChrysler 29. ágúst 2007 14:07 Dieter Zetsche, stjórnarformaður DaimlerChrysler, við Smart-bíl frá fyrirtækinu. Mynd/AFP Þýski bílaframleiðandinn DaimlerChrysler hagnaðist um 1,85 milljarða evra, jafnvirði 162 milljarða íslenskra króna, á öðrum ársfjórðungi. Þetta er 14 prósenta samdráttur frá sama tíma á síðasta ári. Hagnaður Chrysler-hluta Daimler og lánaarms fyrirtækisins í Bandaríkjunum jókst um 18 prósent á milli ára. Sala á bílum undir merkjum fyrirtækisins nam 23,84 milljörðum evra sem er 760 milljónum evra samdráttur á milli ára. Fjárfestingaféalgið Cerberus Capital Management gerði tilboð í 80 prósent af Chrysler-hluta DaimlerChrysler og lánafyrirtæki þess fyrr á árinu en viðskiptin gengu í gegn nú í ágúst. Kaupverð nemur 7,4 milljörðum dala, jafnvirði 476 milljarða króna. Þar sem fjárfestingafélag fer með stjórnartauma í Chrysler verður þetta því í síðasta sinn sem uppgjörstölur verða birtar fyrir þennan hluta samstæðunnar, að sögn fréttastofunnar Associated Press. Í kjölfar viðskiptanna hefur verið boðað til hluthafafundar félagsins í byrjun október en þar verður tekin til umfjöllunar breyting á nafni fyrirtækisins sem mun eftirleiðis heita Daimler AG. Líkur eru á að nýtt nafn verði samþykkt þrátt fyrir að nokkrir hluthafar vilji taka upp eldra nafn fyrirtækisins, Daimler-Benz, að sögn Associated Press. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Þýski bílaframleiðandinn DaimlerChrysler hagnaðist um 1,85 milljarða evra, jafnvirði 162 milljarða íslenskra króna, á öðrum ársfjórðungi. Þetta er 14 prósenta samdráttur frá sama tíma á síðasta ári. Hagnaður Chrysler-hluta Daimler og lánaarms fyrirtækisins í Bandaríkjunum jókst um 18 prósent á milli ára. Sala á bílum undir merkjum fyrirtækisins nam 23,84 milljörðum evra sem er 760 milljónum evra samdráttur á milli ára. Fjárfestingaféalgið Cerberus Capital Management gerði tilboð í 80 prósent af Chrysler-hluta DaimlerChrysler og lánafyrirtæki þess fyrr á árinu en viðskiptin gengu í gegn nú í ágúst. Kaupverð nemur 7,4 milljörðum dala, jafnvirði 476 milljarða króna. Þar sem fjárfestingafélag fer með stjórnartauma í Chrysler verður þetta því í síðasta sinn sem uppgjörstölur verða birtar fyrir þennan hluta samstæðunnar, að sögn fréttastofunnar Associated Press. Í kjölfar viðskiptanna hefur verið boðað til hluthafafundar félagsins í byrjun október en þar verður tekin til umfjöllunar breyting á nafni fyrirtækisins sem mun eftirleiðis heita Daimler AG. Líkur eru á að nýtt nafn verði samþykkt þrátt fyrir að nokkrir hluthafar vilji taka upp eldra nafn fyrirtækisins, Daimler-Benz, að sögn Associated Press.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira