Bush til bjargar fasteignalánamarkaðnum 31. ágúst 2007 10:14 George W. Bush, forseti Bandaríkjanna. Reiknað er með að hann komi með tillögur til að draga úr vanskilum á annars flokks fasteignalánum síðar í dag. Mynd/Reuters Búist er við að George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, kynni í dag aðgerðir sem eigi að minnka líkurnar á því að einstaklingar með litla greiðslugetu lendi í vanskilum með fasteignalán sín. Mikil vanskil hjá þessum einstaklingum hefur leitt til mikils samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði og valdið titringi á fjármálamörkuðum. Lánin kallast annars flokks lán (e. sub-prime) og eru áhættusamari en önnur lán þar sem lántakar eru með lélegt greiðsluhæfi og með litlar tekjur. Þeir hafa því ekki getað tekið hefðbundið fasteignalán hjá fjármálafyrirtækjum. Að sögn bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal er sömuleiðis reiknað með að Bush ræðir leiðir til að hindra vanskil sem þessi. Á meðal nokkurra hugmynda sem talið er líklegt að Bush mæli fyrir eru ríkistryggð fasteignalán og tillögur að reglum sem skrúfa eigi fyrir áhættusamar lánveitingar fjármálafyrirtækja. Blaðið bendir á að mikil vanskil á annars flokks fasteignalánum hafi orðið til þess að vextir þeirra hafi hækkað og hafi lántakar því lent í erfiðleikum með afborganir. Það hefur aftur leitt til mikils samdráttar hjá fjármálafyrirtækjum sem hafa einbeitt sér að þessum geira í Bandaríkjunum. Samdrátturinn hefur aftur leitt til mikilla hræringa á fjármálamörkuðum þar sem fjármálafyrirtæki hafa fest sér lánasöfn sem þessi víða um heim. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Búist er við að George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, kynni í dag aðgerðir sem eigi að minnka líkurnar á því að einstaklingar með litla greiðslugetu lendi í vanskilum með fasteignalán sín. Mikil vanskil hjá þessum einstaklingum hefur leitt til mikils samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði og valdið titringi á fjármálamörkuðum. Lánin kallast annars flokks lán (e. sub-prime) og eru áhættusamari en önnur lán þar sem lántakar eru með lélegt greiðsluhæfi og með litlar tekjur. Þeir hafa því ekki getað tekið hefðbundið fasteignalán hjá fjármálafyrirtækjum. Að sögn bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal er sömuleiðis reiknað með að Bush ræðir leiðir til að hindra vanskil sem þessi. Á meðal nokkurra hugmynda sem talið er líklegt að Bush mæli fyrir eru ríkistryggð fasteignalán og tillögur að reglum sem skrúfa eigi fyrir áhættusamar lánveitingar fjármálafyrirtækja. Blaðið bendir á að mikil vanskil á annars flokks fasteignalánum hafi orðið til þess að vextir þeirra hafi hækkað og hafi lántakar því lent í erfiðleikum með afborganir. Það hefur aftur leitt til mikils samdráttar hjá fjármálafyrirtækjum sem hafa einbeitt sér að þessum geira í Bandaríkjunum. Samdrátturinn hefur aftur leitt til mikilla hræringa á fjármálamörkuðum þar sem fjármálafyrirtæki hafa fest sér lánasöfn sem þessi víða um heim.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira