Viðskipti erlent

Mús og fjarstýring

Tölvumúsin verður sífellt tæknilegri.
Tölvumúsin verður sífellt tæknilegri.

Logitech hefur framleitt tölvumús sem er líka fjarstýring. Eftir því sem hlutverk tölvunnar verður viðameira í lífi fólks fleygir tækninni fram og allt er reynt til að hafa hlutina sem einfaldasta fyrir notandann.

Nú hefur Logitech komið fram með fjarstýringu og mús í einum og sama hlutnum. Á borðinu virkar hún eins og aðrar mýs en þegar hún er tekin upp virkar hún sem fjarstýring með leiser sem beint er að tölvunni. Valmöguleikarnir á fjarstýringunni eru þá hljóðstyrkur, spila og stöðva myndskeið eða tónlist, og skipta á milli kafla eða laga.

Nánari upplýsingar um tækið er að finna á vefsíðunni logitech.com






Fleiri fréttir

Sjá meira


×