Nokkrir leikir fóru fram í norsku og sænsku knattspyrnunni í gærkvöld. Lærisveinar Sigurðar Jónssonar í Djurgarden náðu eins stigs forystu á toppi sænsku deildarinnar með góðum 4-1 útisigri á Helsingborg.
Ólafur Ingi Skúlason var í byrjunarliði Helsingborg í leiknum í gær. Eyjólfur Héðinsson var í liði Gais sem tapaði 2-1 fyrir Örebro og Gunnar Þór Gunnarsson kom inn sem varamaður hjá Hammarby sem tapaði 2-1 fyrir AIK í Stokkhólmsslagnum. Gefle og Elfsborg skildu jöfn 2-2.
Í norsku deildinni fór fram einn leikur þar sem Veigar Páll Gunnarsson og félagar í Stabæk töpuðu heima 2-0 fyrir Fredrikstad. Garðar Jóhannsson var í byrjunarliði Fredrikstad en var skipt út af í síðari hálfleik.