Vitali Klitschko verður frá æfingum í amk sex vikur og því er óvíst hvenær hann getur fullkomnað endurkomunaNordicPhotos/GettyImages
Fyrrum WBC meistarinn Vitali Klitschko hefur neyðst til að fresta endurkomu sinni inn í hnefaleikahringinn vegna meiðsla. Hinn 36 ára gamli Úkraínumaður hafði ætlað að berjast við Bandaríkjamanninn Jameel McCline þann 22. þessa mánaðar í Munchen, en bakmeiðsli gera það að verkum að ekkert verður úr bardaganum. Vitali er eldri bróðir IBF meistarans Vladimir Klitschko.