Viðskipti erlent

Englandsbanki veitir fé inn á markaðinn

Mervyn King, seðlabankastjóri Bretlands, sem segir fjármálafyrirtæki hafa farið óvarlega.
Mervyn King, seðlabankastjóri Bretlands, sem segir fjármálafyrirtæki hafa farið óvarlega. Mynd/AFP

Englandsbanki veitti 4,4 milljörðum punda, jafnvirði 571 milljarðs íslenskra króna, inn í breskt efnahagslíf í dag í því augnamiði að veita fjármálafyrirtækjum ódýrara fjármagn en gengur og gerist til að draga úr óróleika á fjármálamarkaði. Mervyn King, seðlabankastjóri Bretlands, lagði áherslu á það í ræðu sinni í gær að bankinn ætli ekki að bjarga fjármálafyrirtækjum sem hafi lent illa í óróleikanum.

Bankar í Bretlandi geta nú fengið allt upp undir 23,1 milljarð punda að láni til að draga úr áhrifum sem óróleikinn hefur haft á afkomu þeirra.

King sagði banka hafa farið óvarlega í fjárfestingum sínum á stundum og hafi leitt til þess að þeir hafi orðið berskjaldaðir gagnvart samdrætti á fasteignalánamarkaði í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×