Segja Hörpuna í Bandaríkjunum 16. september 2007 19:28 MYND/Valgarður Aðstendur þeirra sem létust þegar skemmtibáturinn Harpan steytti á Skarfaskeri fyrir um tveimur árum hafa lagt fram kæru á hendur Jónasi Garðarssyni fyrir að hafa selt bátinn og þannig komið í veg fyrir að þau hlytu þær skaðabætur sem Hæstiréttur dæmdi hann til að greiða. Aðstandendurnir segja bátinn í Bandaríkjunum. Eins og kunnugt er var Jónas dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi í tengslum við strand Hörpunnar en í slysinu létust þau Matthildur Harðardóttir og Friðrik Hermannsson. Auk þess var hann dæmdur til þess að greiða aðstandendum þeirra tíu milljónir króna í bætur. Aðstandendurnir settu fram beiðni í byrjun október í fyrra til sýslumanns um að báturinn yrði settur í löggeymslu til þess að tryggja að þau fengju skaðabæturnar. Var ætlunin að selja bátinn á uppboði og átti afraksturinn að renna til aðstandendanna. Eftir að Hæstiréttur hafði dæmt í máli Jónasar í vor var send aðfararbeiðni til að tryggja þær kröfur sem löggeymslan stóð fyrir og í kjölfarið var fjárnámum þinglýst á bátinn. fjárnámsbeiðni lögð fram . Þegar aðstandendur Matthildar og Friðriks höfðu fengið heimild til að taka bátinn í sína vörslu og hugðust sækja hann fannst hann ekki. Í samtali við Vísi fyrr í mánuðinum sagði Jónas Garðarson að hann hefði selt bátinn í upphafi árs 2006, það er tíu mánuðum áður en löggeymslubeiðnin var lögð fram. Segja bátinn hafa verið fluttan úr landi í nóvember 2006 Í kærunni sem aðstandendur Matthildar og Friðriks hafa lagt fram kemur hins vegar fram að þeir hafi vitneskju um að Jónas hafi sent bátinn úr landi þann 17. nóvember í fyrra en ekki í byrjun árs. Hafa aðstandendurnir staðfestar upplýsingar um að báturinn hafi þann dag verið fluttur með skipi Atlandsskipa til Danmerkur. Telja aðstandendurnir rétt að lögregla afli þeirra gagna hjá skipafélaginu. Þá segjast aðstandendurnir enn fremur hafa upplýsingar um að báturinn hafi verið seldur Bandaríkjamanni þann 19. september 2006 og að hann sé nú niður kominn í Seattle í Bandaríkjunum. Með kærunni eru lagðar fram myndir af húsnæði við Lyngás í Garðabæ þar sem báturinn var geymdur sama dag og löggeymslan var gerð í október 2006. Hafði báturinn verið geymdur innandyra á sama stað á meðan á meðferð málsins stóð fyrir dómi og var m.a. farið í vettvangsferð af hálfu dómsins til þess að skoða bátinn þar, segir í ákæru aðstandendanna. „Undir rekstri málsins hélt kærði því margítrekað fram og gaf til kynna með öðrum hætti að hann væri eigandi bátsins," segir enn fremur í kærunni. Aðstandendurnir telja því brýnt að rannsakað verði hvar báturinn er nú niður kominn og með hvaða hætti honum var ráðstafað. Þeir telja að Jónas hafi gerst sekur um skilasvik með því að hafa komið bátnum undan aðför skuldheimtumanna og hafa því kært hann. Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Aðstendur þeirra sem létust þegar skemmtibáturinn Harpan steytti á Skarfaskeri fyrir um tveimur árum hafa lagt fram kæru á hendur Jónasi Garðarssyni fyrir að hafa selt bátinn og þannig komið í veg fyrir að þau hlytu þær skaðabætur sem Hæstiréttur dæmdi hann til að greiða. Aðstandendurnir segja bátinn í Bandaríkjunum. Eins og kunnugt er var Jónas dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi í tengslum við strand Hörpunnar en í slysinu létust þau Matthildur Harðardóttir og Friðrik Hermannsson. Auk þess var hann dæmdur til þess að greiða aðstandendum þeirra tíu milljónir króna í bætur. Aðstandendurnir settu fram beiðni í byrjun október í fyrra til sýslumanns um að báturinn yrði settur í löggeymslu til þess að tryggja að þau fengju skaðabæturnar. Var ætlunin að selja bátinn á uppboði og átti afraksturinn að renna til aðstandendanna. Eftir að Hæstiréttur hafði dæmt í máli Jónasar í vor var send aðfararbeiðni til að tryggja þær kröfur sem löggeymslan stóð fyrir og í kjölfarið var fjárnámum þinglýst á bátinn. fjárnámsbeiðni lögð fram . Þegar aðstandendur Matthildar og Friðriks höfðu fengið heimild til að taka bátinn í sína vörslu og hugðust sækja hann fannst hann ekki. Í samtali við Vísi fyrr í mánuðinum sagði Jónas Garðarson að hann hefði selt bátinn í upphafi árs 2006, það er tíu mánuðum áður en löggeymslubeiðnin var lögð fram. Segja bátinn hafa verið fluttan úr landi í nóvember 2006 Í kærunni sem aðstandendur Matthildar og Friðriks hafa lagt fram kemur hins vegar fram að þeir hafi vitneskju um að Jónas hafi sent bátinn úr landi þann 17. nóvember í fyrra en ekki í byrjun árs. Hafa aðstandendurnir staðfestar upplýsingar um að báturinn hafi þann dag verið fluttur með skipi Atlandsskipa til Danmerkur. Telja aðstandendurnir rétt að lögregla afli þeirra gagna hjá skipafélaginu. Þá segjast aðstandendurnir enn fremur hafa upplýsingar um að báturinn hafi verið seldur Bandaríkjamanni þann 19. september 2006 og að hann sé nú niður kominn í Seattle í Bandaríkjunum. Með kærunni eru lagðar fram myndir af húsnæði við Lyngás í Garðabæ þar sem báturinn var geymdur sama dag og löggeymslan var gerð í október 2006. Hafði báturinn verið geymdur innandyra á sama stað á meðan á meðferð málsins stóð fyrir dómi og var m.a. farið í vettvangsferð af hálfu dómsins til þess að skoða bátinn þar, segir í ákæru aðstandendanna. „Undir rekstri málsins hélt kærði því margítrekað fram og gaf til kynna með öðrum hætti að hann væri eigandi bátsins," segir enn fremur í kærunni. Aðstandendurnir telja því brýnt að rannsakað verði hvar báturinn er nú niður kominn og með hvaða hætti honum var ráðstafað. Þeir telja að Jónas hafi gerst sekur um skilasvik með því að hafa komið bátnum undan aðför skuldheimtumanna og hafa því kært hann.
Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira