Körfubolti

Jasikevicius látinn fara frá Warriors

NordicPhotos/GettyImages

Golden State Warriors keypti Litháann Sarunas Jasikevicius út úr samningi sínum í dag og er hann því laus allra mála. Bakvörðurinn knái lék vel með landsliði sínu á Evrópumótinu á Spáni á dögunum, en var aldrei í náðinni hjá Indiana eða Golden State í NBA deildinni.

Jasikevicius skoraði 4 stig og gaf 2 stoðsendingar að meðaltali á þeim litla tíma sem hann fékk að spila með Golden State síðasta vetur, en hann gekk í raðir liðsins frá Indiana í stórum leikmannaskiptum.

"Þetta er best fyrir báða aðila og ég er viss um að keppnismaður eins og Sarunas vill spila þar sem hann fær að spila fleiri mínútur," sagði Chris Mullin yfirmaður leikmannamála hjá Warriors.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×