Fótbolti

Óttaðist að missa af óperunni

Calderon náði í óperuna
Calderon náði í óperuna NordicPhotos/GettyImages

Ramon Calderon, forseti Real Madrid, lenti í hrakningum á JFK flugvellinum í New York á dögunum þegar honum var ruglað saman við mann sem eftirlýstur var af innflytjendaeftirlitinu í Bandaríkjunum.

Calderon var haldið í tvo klukkutíma á vellinum og hlustuðu lögreglumenn ekkert á útskýringar hans þegar hann sagði þeim hver hann væri. Calderon æsti sig ekki út af þessari uppákomu en sagðist hafa óttast um að koma of seint í óperuna í New York.

"Þeir brugðust rétt við í stöðunni og ég er ekki sá eini sem hefur lent í þessu. Það sem ég hafði mestar áhyggjur af var að missa af óperunni en ég náði þangað nokkrum mínútum áður en sýningin byrjaði," sagði Calderon.

Hann snæddi síðar kvöldverð með stórtenórnum Placido Domingo og sagðist þar hafa gert grín af öllu saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×