Ekkert óðagot á Valsmönnum 26. september 2007 13:50 Óskar Bjarni og hans menn örvænta ekki þó liðið hafi ekki fundið taktinn í byrjun móts Mynd/Eyþór "Það er enginn draumur að byrja svona og við verðum bara að fara að hala inn stig - það er það eina sem dugir," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, í samtali við Vísi í dag. Hans menn hafa tapað fyrstu þremur leikjum sínum í N1-deildinni það sem af er vetri - einum færra en alla síðustu leiktíð. "Ég held að við förum að taka okkur saman í andlitinu og vinna leiki, en þetta er búið að vera hálf erfitt hjá okkur. Vissulega hefur það alltaf einhver áhrif að við misstum sterka leikmenn fyrir tímabilið, en við vissum af því í ágúst og notum það ekki sem afsökun. Það er undir okkur þjálfurunum og leikmönnunum komið að ná því besta fram í liðinu," sagði Óskar. Hann segir undirbúninginn hafa verið erfiðan hjá liðinu í sumar. "Undirbúningurinn var nokkuð erfiður hjá okkur í sumar þar sem mikið af leikmönnum áttu við smávægileg meiðsli að stríða og svo var þessi óvissa með Sigfús. Annars vil ég meina að margir af okkar leikmönnum eigi helling inni. Við eigum inni sóknarlega, markverðirnir eiga inni og svo hafa hraðaupphlaupin ekki verið að ganga nógu vel hjá okkur. Ég taldi okkur vera á réttri leið með þetta en þetta er greinilega ekki orðið nógu gott enn." Valsmenn hafa nú tapað þremur fyrstu leikjum sínum í deildinni eftir að hafa aðeins tapað fjórum leikjum alla síðustu leiktíð. Óskar hefur ekki stórar áhyggjur af byrjuninni en segir þó að liðið þurfi greinilega að athuga sinn gang.Hlakkar til að mæta GummersbachValsmenn töpuðu fyrir Aftureldingu á heimavelli í gærMynd/Eyþór"Við þurfum bara að fara að gera hlutina betur. Ég hélt að þetta kæmi fyrr hjá okkur en það hefur ekki gerst. Sem betur fer er þetta langt mót og fjórföld umferð svo við þurfum ekkert að fara í panikk, en við þurfum greinilega að bæta okkur. Við höfum átt ágæta spretti í þessum þremur leikjum og eigum að vera með stig, en það þýðir ekkert að tala um það.Ég er nú þannig að ég lít alltaf í eigin barm og ég á auðvitað stærstan hluta af þessu sem þjálfari liðsins. Ég er langt frá því að vera ánægður og þarf að reyna að fá meira út úr liðinu." Óskar segist mjög ánægður með nýja heimavöllinn og fagnar því að fá stórleikinn við Gummersbach í Evrópukeppninni á föstudaginn. "Það er mjög gott að hrista aðeins upp í þessu og fá þetta skemmtilega verkefni. Það er um að gera að fylla kofann á þessum leik og búa til góða stemmingu og ef menn geta ekki haft gaman af því að spila við stórlið eins og þetta verða þeir að finna sér eitthvað annað að gera.Við höfum ekki byrjað vel á nýja heimavellinum en stelpurnar byrja vel þarna og ég held að þetta verði ljónagryfja í framtíðinni. Það er frábært fyrir strákana að spila þarna," sagði Óskar. Olís-deild karla Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport Fleiri fréttir „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Sjá meira
"Það er enginn draumur að byrja svona og við verðum bara að fara að hala inn stig - það er það eina sem dugir," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, í samtali við Vísi í dag. Hans menn hafa tapað fyrstu þremur leikjum sínum í N1-deildinni það sem af er vetri - einum færra en alla síðustu leiktíð. "Ég held að við förum að taka okkur saman í andlitinu og vinna leiki, en þetta er búið að vera hálf erfitt hjá okkur. Vissulega hefur það alltaf einhver áhrif að við misstum sterka leikmenn fyrir tímabilið, en við vissum af því í ágúst og notum það ekki sem afsökun. Það er undir okkur þjálfurunum og leikmönnunum komið að ná því besta fram í liðinu," sagði Óskar. Hann segir undirbúninginn hafa verið erfiðan hjá liðinu í sumar. "Undirbúningurinn var nokkuð erfiður hjá okkur í sumar þar sem mikið af leikmönnum áttu við smávægileg meiðsli að stríða og svo var þessi óvissa með Sigfús. Annars vil ég meina að margir af okkar leikmönnum eigi helling inni. Við eigum inni sóknarlega, markverðirnir eiga inni og svo hafa hraðaupphlaupin ekki verið að ganga nógu vel hjá okkur. Ég taldi okkur vera á réttri leið með þetta en þetta er greinilega ekki orðið nógu gott enn." Valsmenn hafa nú tapað þremur fyrstu leikjum sínum í deildinni eftir að hafa aðeins tapað fjórum leikjum alla síðustu leiktíð. Óskar hefur ekki stórar áhyggjur af byrjuninni en segir þó að liðið þurfi greinilega að athuga sinn gang.Hlakkar til að mæta GummersbachValsmenn töpuðu fyrir Aftureldingu á heimavelli í gærMynd/Eyþór"Við þurfum bara að fara að gera hlutina betur. Ég hélt að þetta kæmi fyrr hjá okkur en það hefur ekki gerst. Sem betur fer er þetta langt mót og fjórföld umferð svo við þurfum ekkert að fara í panikk, en við þurfum greinilega að bæta okkur. Við höfum átt ágæta spretti í þessum þremur leikjum og eigum að vera með stig, en það þýðir ekkert að tala um það.Ég er nú þannig að ég lít alltaf í eigin barm og ég á auðvitað stærstan hluta af þessu sem þjálfari liðsins. Ég er langt frá því að vera ánægður og þarf að reyna að fá meira út úr liðinu." Óskar segist mjög ánægður með nýja heimavöllinn og fagnar því að fá stórleikinn við Gummersbach í Evrópukeppninni á föstudaginn. "Það er mjög gott að hrista aðeins upp í þessu og fá þetta skemmtilega verkefni. Það er um að gera að fylla kofann á þessum leik og búa til góða stemmingu og ef menn geta ekki haft gaman af því að spila við stórlið eins og þetta verða þeir að finna sér eitthvað annað að gera.Við höfum ekki byrjað vel á nýja heimavellinum en stelpurnar byrja vel þarna og ég held að þetta verði ljónagryfja í framtíðinni. Það er frábært fyrir strákana að spila þarna," sagði Óskar.
Olís-deild karla Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport Fleiri fréttir „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Sjá meira