Vinabæjarsamband var í dag undirritað milli Wuhan borg í Hubei héraði í Kína. Stefnt er að því að auka gagnkvæman skilning og vináttu þjóðanna tveggja.
Það verði gert með því að stuðla að samstarfi og heimsóknum á milli bæjanna. Á það við um jafnræði og hagræði á sviðum efnahagslífs, viðskipta, vísinda og tækni, menningar, mennta, íþrótta heilbrigðismála, mannauðs og fleira, eins og segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ.
Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri og Ómar Stefánsson formaður bæjarráðs undirrituðu yfirlýsinguna fyrir hönd Kópavogs, en Peng Lemin aðalframkvæmdastjóri fastanefndar Wuhan borgar fyrir hönd Wuhan.
Yfirlýsingin var undirrituð í Gerðarsafni þar sem sýning á kínverskum menningararfi verður opnuð á morgun. Á sýningunni eru ýmsar áhugaverðar þjóðminjar frá Wuhan svæði. Nánari upplýsingar um sýninguna má finna á heimasíðu Kópavogs.