Viðskipti erlent

Morgan Stanley segir upp 600 manns

Merki bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley. Um 600 manns verður sagt upp hjá bankanum á næstunni.
Merki bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley. Um 600 manns verður sagt upp hjá bankanum á næstunni. Mynd/AFP

Bandaríski fjárfestingabankinn Morgan Stanley ætlar að segja upp allt að 600 manns í hagræðingarskyni. Endurskipulagning stendur yfir á fasteignalánadeild fyrirtækisins. Fimm hundruð manns verður sagt upp í Bandaríkjunum en hundrað í Evrópu. Keppinautar bankans, svo sem Lehman Brothers, hafa gripið til svipaðra ráðstafana vegna samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði.

Mikil vanskilaaukning á bandarískum undirmálslánamarkaði olli óróleika hjá flestum fjármálastofnunum eftir miðjan júlí. Þetta hefur komið niður afkomu fjölmargra fjármálastofnana vestanhafs, þar á meðal Morgan Stanley og Lehman Brothers, sem hefur ákveðið að segja upp allt að 2.500 manns í hagræðingarskyni og gera breytingar á stjórnendateymi sínu.

Gera má ráð fyrir enn fleiri uppsögnum í fjármálahverfinu á Wall Street í New York í Bandaríkjunum, að sögn viðskiptablaðsins Financial Times.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×