Trezeguet hótar að hætta í franska landsliðinu 5. október 2007 18:58 Trezeguet á ekki orð yfir vinnubrögðum þjálfara síns NordicPhotos/GettyImages Markahrókurinn David Trezeguet hefur látið í það skína að hann muni hætta að gefa kost á sér í franska landsliðið eftir að hann hlaut ekki náð fyrir augum Raymond Domenech fyrir komandi verkefni í undankeppni EM. Juventusmaðurinn hefur verið iðinn við kolann með liði sínu í ítölsku A-deildinni í haust, en hann var ekki í landsliðshópi Domenech fyrir leikina gegn Færeyingum og Litháum. "Ég bara skil þetta ekki. Domenech segist alltaf velja lið sitt byggt á frammistöðu leikmenna með félagsliðum sínum og ég er búinn að skora sjö mörk í síðustu sex leikjum. Ég hef aldrei byrjað betur á ferlinum og á ekki von á að geta gert betur en þetta," sagði Trezeguet og hélt áfram. "Maður sem spilar reglulega með Juventus, Milan eða Barcelona á einfaldlega að vera fyrsti kostur í landsliðið. Á þessu stigi á ferlinum ætti ég ekki að þurfa að spyrja að því hvort ég verði í byrjunarliðinu gegn Litháen. Ég krefst svara og ég verð að panta fund með þjálfaranum og spyrja hann að því hvað sé í gangi," sagði framherjinn og lét í veðri vaka að hann myndi hætta með landsliðinu að öllu óbreyttu. "Ef ég verð kallaður til í leikinn gegn Úkraínu í nóvember - mun ég hugsa mig mjög vel um áður en ég ákveð mig. Það eru takmörk fyrir öllu," sagði hann. Trezeguet hefur skorað mark í öðrumhverjum leik með franska landsliðinu á ferlinum sem hófst fyrir níu árum, sem verður að teljast ansi góður árangur. Ítalski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Markahrókurinn David Trezeguet hefur látið í það skína að hann muni hætta að gefa kost á sér í franska landsliðið eftir að hann hlaut ekki náð fyrir augum Raymond Domenech fyrir komandi verkefni í undankeppni EM. Juventusmaðurinn hefur verið iðinn við kolann með liði sínu í ítölsku A-deildinni í haust, en hann var ekki í landsliðshópi Domenech fyrir leikina gegn Færeyingum og Litháum. "Ég bara skil þetta ekki. Domenech segist alltaf velja lið sitt byggt á frammistöðu leikmenna með félagsliðum sínum og ég er búinn að skora sjö mörk í síðustu sex leikjum. Ég hef aldrei byrjað betur á ferlinum og á ekki von á að geta gert betur en þetta," sagði Trezeguet og hélt áfram. "Maður sem spilar reglulega með Juventus, Milan eða Barcelona á einfaldlega að vera fyrsti kostur í landsliðið. Á þessu stigi á ferlinum ætti ég ekki að þurfa að spyrja að því hvort ég verði í byrjunarliðinu gegn Litháen. Ég krefst svara og ég verð að panta fund með þjálfaranum og spyrja hann að því hvað sé í gangi," sagði framherjinn og lét í veðri vaka að hann myndi hætta með landsliðinu að öllu óbreyttu. "Ef ég verð kallaður til í leikinn gegn Úkraínu í nóvember - mun ég hugsa mig mjög vel um áður en ég ákveð mig. Það eru takmörk fyrir öllu," sagði hann. Trezeguet hefur skorað mark í öðrumhverjum leik með franska landsliðinu á ferlinum sem hófst fyrir níu árum, sem verður að teljast ansi góður árangur.
Ítalski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira