Erlent

Ráðgátan um liti Iapetusar

Mynd frá Cassini geimfarinu af þremur tunglum Satúrnusar. Sjá má tunglin Díone, Tethys og Pandóru.
Mynd frá Cassini geimfarinu af þremur tunglum Satúrnusar. Sjá má tunglin Díone, Tethys og Pandóru. MYND/AFP

Vísindamenn telja sig nú vera nærri því að leysa gátuna um hina dularfullu liti Iapetusar, fylgitungls Satúrnusar. Lengi hefur það vafist fyrir mönnum að finna skýringu á því afhverju  annar helmingur yfirborðs tunglsins er þakin svörtu efni en hinn hvítu.

Ný gögn frá könnunargeimfarinu Cassini hafa veitt nýjar upplýsingar sem geta varpað ljósi á þessa ráðgátu. Samkvæmt þeim virðist Iapetus draga til sín einhverskonar geimefni á sporbraut sinni um Satúrnus. Geislar sólarinnar hita efnið upp sem gerir það að verkum að það missir vökva og verður svart á litinn. Vökvi efnisins sest á bakhlið tunglsins og umbreytist í hvítan ís en svarti hluti þess fellur á framhliðina.

Vísindamenn velta því þó enn fyrir hvaðan þetta dularfulla efni kemur. Sumir vilja meina að efnið komi frá Iapetusi en aðrir telja líklegra að það komi frá öðrum tunglum Satúrnusar. Segja þeir að efnið kastist út í geim og lendi síðan á Iapetusi eins og flugur á rúðu bifreiðar á ferð - svo notuð sé þeirra líking.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×