Lokagengi Dow Jones aldrei hærra 9. október 2007 20:39 Frá hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum. Fjárfestar vestanhafs þykja bjartsýnir á að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti í enda mánaðar. Myn/AFP Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag og fór Dow Jones-hlutabréfavísitalan í methæðir. Ástæðan voru auknar væntingar fjárfesta um að seðlabanki landsins muni halda áfram að lækka stýrivexti. Fundargerð bankastjórnarinnar frá síðasta vaxtaákvörðunarfundi hennar í september var gerð opinber í dag en þar kemur fram að þrátt fyrir aukinn verðbólguþrýsting sé óttast að lausafjárkrísan í enda sumars geti haft áhrif á einkaneyslu og hagvöxt í Bandaríkjunum og því sé svigrúm fyrir frekari vaxtalækkun. Stýrivextir voru lækkaði um 50 punkta á síðasta fundi bankastjórnarinnar í september. Gert er ráð fyrir því að vextirnir lækki um allt að 25 punkta á næsta fundi stjórnarinnar í enda þessa mánaðar. Dow Jones hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,86 prósent og endaði í 14.164,53 stigum og hefur aldrei verið hærri í lok dags. Þá hækkaði S&P vísitalan sömuleiðis um 0,81 prósent og endaði í 1.565,15 stigum. Þá hækkaði Nasdaq-vísitalan um 0,59 prósent og endaði í 2.803,91 stigi. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Neytendur Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein Viðskipti innlent Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag og fór Dow Jones-hlutabréfavísitalan í methæðir. Ástæðan voru auknar væntingar fjárfesta um að seðlabanki landsins muni halda áfram að lækka stýrivexti. Fundargerð bankastjórnarinnar frá síðasta vaxtaákvörðunarfundi hennar í september var gerð opinber í dag en þar kemur fram að þrátt fyrir aukinn verðbólguþrýsting sé óttast að lausafjárkrísan í enda sumars geti haft áhrif á einkaneyslu og hagvöxt í Bandaríkjunum og því sé svigrúm fyrir frekari vaxtalækkun. Stýrivextir voru lækkaði um 50 punkta á síðasta fundi bankastjórnarinnar í september. Gert er ráð fyrir því að vextirnir lækki um allt að 25 punkta á næsta fundi stjórnarinnar í enda þessa mánaðar. Dow Jones hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,86 prósent og endaði í 14.164,53 stigum og hefur aldrei verið hærri í lok dags. Þá hækkaði S&P vísitalan sömuleiðis um 0,81 prósent og endaði í 1.565,15 stigum. Þá hækkaði Nasdaq-vísitalan um 0,59 prósent og endaði í 2.803,91 stigi.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Neytendur Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein Viðskipti innlent Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf