Vísir kom Marel í vanda í Molde Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. október 2007 21:53 Marel Jóhann Baldvinsson, leikmaður Molde. Mynd/Hörður Viðtal Fréttablaðsins við Marel Baldvinsson sem birtist hér á Vísi hefur valdið miklu fjaðrafoki í Noregi og þá sérstaklega Molde. Í viðtalinu segir Marel, sem er leikmaður Molde í norsku 1. deildinni, að Molde sé draugabær og að hann myndi taka fyrstu flugvél heim gæfist honum tækifæri til þess. Norskir fjölmiðlar tóku málið upp og í dag birti eitt stærsta dagblað Noregs, Verdens Gang, heilsíðuumfjöllun um málið. Fjöldamargir netmiðlar í Noregi hafa fylgt málinu eftir og vísað í fréttina sem birtist hér á Vísi. „Þetta er búið að setja allt í háaloft," sagði Marel við Vísi. Hann hefur gert lítið úr ummælum sínum við Fréttablaðið í norskum fjölmiðlum. Þjálfari Molde hefur einnig rætt við Marel um málið og sagt að málinu væri lokið af hans hálfu. „Þjálfarinn sagði að ég væri fagmaður þegar kæmi að fótboltanum en fjölmiðlar hafa reyndar gert allt of mikið úr þessu. Það er búið að blása þetta upp margfalt verra en þetta er." Hann neitar því ekki að honum líkar lífið ekkert sérstaklega vel í Molde. „Það hefur þó ekkert að gera með neina persónu hér. Auðvitað langar mig að spila fótbolta með liðinu, sérstaklega þegar það er komið í úrvalsdeildina, en ef fjölskyldu manns líður illa hérna gerir það manni óneitanlega erfitt fyrir." Fótbolti.net birti frétt um málið í gær og sagði í fréttinni að Marel væri búinn að missa alla löngun til að spila fótbolta. „Það er algjör della," sagði Marel. „Þeir þýddu greinilega upp úr staðarblaðinu hér og gerðu það svona vitlaust. Í blaðinu stóð að einhverjir stuðningsmenn ætluðu hugsanlega að grípa til einhverra aðgerða gegn mér í næsta heimaleik og spurðu mig hvort mig kvíddi eitthvað fyrir því. Ég sagði að ég myndi ekki kvíða fyrir því að spila fótbolta. En fótbolti.net þýddi þetta sem svo að ég væri búinn að missa alla löngun til að spila fótbolta sem er auðvitað algjör fásinna." Marel hefur þó fengið þau skilaboð að félagið vilji halda honum út samningstímann sem nær út næsta tímabil. „Við verðum bara að sjá hvað verður," sagði Marel. Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Molde aftur upp í úrvalsdeildina Með 3-1 sigri á Haugasundi í kvöld er ljóst að Molde er komið aftur upp í norsku úrvalsdeildina eftir árs fjarveru. Liðið er ellefu stigum frá þriðja sæti 1. deildarinnar en tvö efstu liðin komast beint upp. 8. október 2007 18:45 Væri til í að taka fyrstu flugvél heim frá Molde Það er ekki alltaf dans á rósum að vera atvinnumaður í knattspyrnu. Það vottar Kópavogsbúinn Marel Jóhann Baldvinsson sem leikur með Molde í Noregi. Þrátt fyrir gott gengi liðsins þá hundleiðist Marel Jóhanni lífið í Molde og ef hann mætti ráða einhverju þá væri hann kominn aftur heim til Íslands. 10. október 2007 07:45 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Sjá meira
Viðtal Fréttablaðsins við Marel Baldvinsson sem birtist hér á Vísi hefur valdið miklu fjaðrafoki í Noregi og þá sérstaklega Molde. Í viðtalinu segir Marel, sem er leikmaður Molde í norsku 1. deildinni, að Molde sé draugabær og að hann myndi taka fyrstu flugvél heim gæfist honum tækifæri til þess. Norskir fjölmiðlar tóku málið upp og í dag birti eitt stærsta dagblað Noregs, Verdens Gang, heilsíðuumfjöllun um málið. Fjöldamargir netmiðlar í Noregi hafa fylgt málinu eftir og vísað í fréttina sem birtist hér á Vísi. „Þetta er búið að setja allt í háaloft," sagði Marel við Vísi. Hann hefur gert lítið úr ummælum sínum við Fréttablaðið í norskum fjölmiðlum. Þjálfari Molde hefur einnig rætt við Marel um málið og sagt að málinu væri lokið af hans hálfu. „Þjálfarinn sagði að ég væri fagmaður þegar kæmi að fótboltanum en fjölmiðlar hafa reyndar gert allt of mikið úr þessu. Það er búið að blása þetta upp margfalt verra en þetta er." Hann neitar því ekki að honum líkar lífið ekkert sérstaklega vel í Molde. „Það hefur þó ekkert að gera með neina persónu hér. Auðvitað langar mig að spila fótbolta með liðinu, sérstaklega þegar það er komið í úrvalsdeildina, en ef fjölskyldu manns líður illa hérna gerir það manni óneitanlega erfitt fyrir." Fótbolti.net birti frétt um málið í gær og sagði í fréttinni að Marel væri búinn að missa alla löngun til að spila fótbolta. „Það er algjör della," sagði Marel. „Þeir þýddu greinilega upp úr staðarblaðinu hér og gerðu það svona vitlaust. Í blaðinu stóð að einhverjir stuðningsmenn ætluðu hugsanlega að grípa til einhverra aðgerða gegn mér í næsta heimaleik og spurðu mig hvort mig kvíddi eitthvað fyrir því. Ég sagði að ég myndi ekki kvíða fyrir því að spila fótbolta. En fótbolti.net þýddi þetta sem svo að ég væri búinn að missa alla löngun til að spila fótbolta sem er auðvitað algjör fásinna." Marel hefur þó fengið þau skilaboð að félagið vilji halda honum út samningstímann sem nær út næsta tímabil. „Við verðum bara að sjá hvað verður," sagði Marel.
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Molde aftur upp í úrvalsdeildina Með 3-1 sigri á Haugasundi í kvöld er ljóst að Molde er komið aftur upp í norsku úrvalsdeildina eftir árs fjarveru. Liðið er ellefu stigum frá þriðja sæti 1. deildarinnar en tvö efstu liðin komast beint upp. 8. október 2007 18:45 Væri til í að taka fyrstu flugvél heim frá Molde Það er ekki alltaf dans á rósum að vera atvinnumaður í knattspyrnu. Það vottar Kópavogsbúinn Marel Jóhann Baldvinsson sem leikur með Molde í Noregi. Þrátt fyrir gott gengi liðsins þá hundleiðist Marel Jóhanni lífið í Molde og ef hann mætti ráða einhverju þá væri hann kominn aftur heim til Íslands. 10. október 2007 07:45 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Sjá meira
Molde aftur upp í úrvalsdeildina Með 3-1 sigri á Haugasundi í kvöld er ljóst að Molde er komið aftur upp í norsku úrvalsdeildina eftir árs fjarveru. Liðið er ellefu stigum frá þriðja sæti 1. deildarinnar en tvö efstu liðin komast beint upp. 8. október 2007 18:45
Væri til í að taka fyrstu flugvél heim frá Molde Það er ekki alltaf dans á rósum að vera atvinnumaður í knattspyrnu. Það vottar Kópavogsbúinn Marel Jóhann Baldvinsson sem leikur með Molde í Noregi. Þrátt fyrir gott gengi liðsins þá hundleiðist Marel Jóhanni lífið í Molde og ef hann mætti ráða einhverju þá væri hann kominn aftur heim til Íslands. 10. október 2007 07:45