Brann mistókst í dag að tryggja sér norska meistaratitilinn í knattspyrnu eftir að liðið tapaði fyrir Álasundi á útivelli í dag, 2-1.
Kristján Örn Sigurðsson, Ólafur Örn Bjarnason og Ármann Smári Björnsson voru allir í byrjunarliði Brann í dag og Haraldur Freyr Guðmundsson sömuleiðis hjá Álasundi.
Ármann Smári var tekin af velli í síðari hálfleik.
Brann getur reyndar orðið meistari á mánudagskvöldið ef Stabæk misstígur sig gegn Viking á útivelli.
Álasund er í níunda sæti deildarinnar með 30 stig og á nú varla lengur það á hættu að falla.