Afkoma Apple langt umfram væntingar 22. október 2007 21:01 Steve Jobs, stofnandi og forstjóri Apple, sem skilaði betri afkomu en flestir höfðu reiknað með á síðasta fjórðungi. Mynd/AFP Bandaríski tölvu- og hugbúnaðarframleiðandinn Apple hagnaðist um 904 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 55,7 milljarða íslenskra króna, á þriðja fjórðungi, sem er fjórði fjórðungur félagsins, samanborið við 542 milljónir dala á sama tíma í fyrra. Þetta er 67 prósenta aukning á milli ára og langt umfram spár fjármálasérfræðinga. Mestu munar um geysimikla eftirspurn eftir tölvum undir merkjum Apple, margmiðlunarfarsímum fyrirtækisins og fleiri gerðum af iPod-spilurum, sem hafa skilað félaginu miklum tekjum. Hagnaðurinn nam 1,01 dal á hlut samanborið við 62 sent í fyrra. Fjármálasérfræðingar höfðu hins vegar reiknað með 82 sentum á hlut og því ljós að afkoman er talsvert yfir væntingum. Þá námu sölutekjur 6,22 millörðum dala, sem er 29 prósentum meira en í fyrra. Samkvæmt upplýsingum fréttaveitunnar Bloomberg seldi Apple 2,16 milljónum Makka-tölvur og 10,2 milljónir iPod-spilara. Sala á nýja iPhone-símanum fór hins vegar langt framúr væntingum stjórnenda Apple. Steve Jobs, forstjóri fyrirtækisins, hafði reiknað með að selja allt að 730 þúsund síma á fjórðungnum en raunin varð hins vegar sú að 1,12 milljón stykki skiptu um hendur. Gengi hlutabréfa í Apple hækkaði um 2,3 prósent á hlut undir lok viðskipta á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag. Gengið stendur nú í 174,36 dölum á hlut og hefur tvöfaldast í verði frá áramótum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríski tölvu- og hugbúnaðarframleiðandinn Apple hagnaðist um 904 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 55,7 milljarða íslenskra króna, á þriðja fjórðungi, sem er fjórði fjórðungur félagsins, samanborið við 542 milljónir dala á sama tíma í fyrra. Þetta er 67 prósenta aukning á milli ára og langt umfram spár fjármálasérfræðinga. Mestu munar um geysimikla eftirspurn eftir tölvum undir merkjum Apple, margmiðlunarfarsímum fyrirtækisins og fleiri gerðum af iPod-spilurum, sem hafa skilað félaginu miklum tekjum. Hagnaðurinn nam 1,01 dal á hlut samanborið við 62 sent í fyrra. Fjármálasérfræðingar höfðu hins vegar reiknað með 82 sentum á hlut og því ljós að afkoman er talsvert yfir væntingum. Þá námu sölutekjur 6,22 millörðum dala, sem er 29 prósentum meira en í fyrra. Samkvæmt upplýsingum fréttaveitunnar Bloomberg seldi Apple 2,16 milljónum Makka-tölvur og 10,2 milljónir iPod-spilara. Sala á nýja iPhone-símanum fór hins vegar langt framúr væntingum stjórnenda Apple. Steve Jobs, forstjóri fyrirtækisins, hafði reiknað með að selja allt að 730 þúsund síma á fjórðungnum en raunin varð hins vegar sú að 1,12 milljón stykki skiptu um hendur. Gengi hlutabréfa í Apple hækkaði um 2,3 prósent á hlut undir lok viðskipta á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag. Gengið stendur nú í 174,36 dölum á hlut og hefur tvöfaldast í verði frá áramótum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent