Fótbolti

Valencia í viðræðum við Koeman

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ronald Koeman gæti verið á leið frá PSV Eindhoven til Valencia.
Ronald Koeman gæti verið á leið frá PSV Eindhoven til Valencia. Nordic Photos / Getty Images

Talið er líklegt að Hollendingurinn Ronald Koeman taki við knattspyrnustjórn Valencia eftir að Quique Sanchez Flores var látinn fara eftir að liðið tapaði fyrir Sevilla um helgina.

Miguel Angel Ruiz, yfirmaður íþróttamála hjá Valencia, staðfesti að félagið ætti í viðræðum við Koeman.

„Ég býst við því að gengið verði frá málunum í dag,“ sagði hann. PSV Eindhoven hefur boðað til blaðamannafundar í kvöld og má leiða líkum að því að það tengist þessum málum.

Marcello Lippi sagði á dögunum að hann hefði ekki áhuga á starfinu og þá mun Jose Mourinho hafa hafnað boði frá Valencia. 

Koeman hefur verið stjóri hjá PSV í rúmt ár en var þar áður hjá Benfica í Portúgal. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×