Tíu ára sigurganga Calzaghe á enda? 1. nóvember 2007 17:22 Calzaghe hefur haldið titli sínum lengur en nokkur annar boxari NordicPhotos/GettyImages Búast má við rosalegum bardaga á laugardagskvöldið þegar hinn ósigraði Joe Calzaghe frá Wales leggur WBO beltið sitt í yfirmillivigt undir gegn Dananum Mikkel Kessler á Þúsaldarvellinum í Cardiff. Kessler er enginn viðvaningur sjálfur, er ósigraður og handhafi WBA og WBC beltisins. Kessler er 28 ára gamall og er mikill rotari, hefur unnið 29 af 39 sigrum sínum á rothöggi. Calzaghe er hinsvegar orðinn 35 ára gamall og hefur haldið belti sínu í tíu ár. Hann viðurkennir að hann sé farinn að finna fyrir aldrinum og gaf það út á dögunum að hann ætlaði aðeins að berjast í ár í viðbót áður en hann leggur hanskana á hilluna. Daninn segir að aldursmunurinn muni hjálpa sér í bardaganum á laugardaginn, sem sýndur verður beint á Sýn. "Calzaghe hefur alltaf verið í einstöku formi og er alls ekki orðinn gamall, en hann er samt 35 ára og það gæti verið veikleiki hjá honum. Ég hef líka séð aðra veikleika hjá honum sem ég mun ekki gefa upp. Hann er frábær boxari en ég er yngri og beittari," sagði Daninn Kessler. Calzaghe hefur þó engar áhyggjur, enda er hann sá boxari í heiminum sem lengst hefur haldið titli sínum. Hann hefur varið titil sinn 21 sinni á þessum tíu árum. Hann neitar því að hafa átt við meiðsli að stríða á höndum undanfarið eins og oft á ferlinum. "Ég er búinn að vera í vandræðum með handameiðsli síðan ég var 14 ára gamall en þær eru í lagi núna. Ég hef æft vel svo ég er rólegur og tilbúinn í slaginn. Það er alltaf vandamál að ná vigt reyndar, en ég er búinn að stjórna þyngdinni minni í 13 ár og það ætti því ekki að vefjast fyrir mér. Það er ljóst að ég þarf á öllu mínu að halda fyrir þennan bardaga líkt og þegar ég mætti Chris Eubank og Jeff Lacy. Ég er búinn með 12 vikna æfingabúðir og er í frábæru formi," sagði Calzaghe. Búist er við því að yfir 50,000 manns mæti á bardaga þeirra á Þúsaldarvellinum í Cardiff á laugardagskvöldið og þar af er reiknað með um þúsund áköfum Dönum sem ætla að styðja við bakið á Kessler. Bein útsending Sýnar frá bardaganum hefst laust fyrir klukkan 23 á laugardagskvöldið. Box Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Hætta við leikinn í miðnætursólinni Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Framarar lausir við Frambanann Bestu viðtölin í NFL-deildinni: „Tek alvöru kraftæfingu í sturtunni“ Van Gerwen gagnrýnir Littler: „Hann er ekki barn lengur“ „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Hófí Dóra stökk út úr braut á HM Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Sjá meira
Búast má við rosalegum bardaga á laugardagskvöldið þegar hinn ósigraði Joe Calzaghe frá Wales leggur WBO beltið sitt í yfirmillivigt undir gegn Dananum Mikkel Kessler á Þúsaldarvellinum í Cardiff. Kessler er enginn viðvaningur sjálfur, er ósigraður og handhafi WBA og WBC beltisins. Kessler er 28 ára gamall og er mikill rotari, hefur unnið 29 af 39 sigrum sínum á rothöggi. Calzaghe er hinsvegar orðinn 35 ára gamall og hefur haldið belti sínu í tíu ár. Hann viðurkennir að hann sé farinn að finna fyrir aldrinum og gaf það út á dögunum að hann ætlaði aðeins að berjast í ár í viðbót áður en hann leggur hanskana á hilluna. Daninn segir að aldursmunurinn muni hjálpa sér í bardaganum á laugardaginn, sem sýndur verður beint á Sýn. "Calzaghe hefur alltaf verið í einstöku formi og er alls ekki orðinn gamall, en hann er samt 35 ára og það gæti verið veikleiki hjá honum. Ég hef líka séð aðra veikleika hjá honum sem ég mun ekki gefa upp. Hann er frábær boxari en ég er yngri og beittari," sagði Daninn Kessler. Calzaghe hefur þó engar áhyggjur, enda er hann sá boxari í heiminum sem lengst hefur haldið titli sínum. Hann hefur varið titil sinn 21 sinni á þessum tíu árum. Hann neitar því að hafa átt við meiðsli að stríða á höndum undanfarið eins og oft á ferlinum. "Ég er búinn að vera í vandræðum með handameiðsli síðan ég var 14 ára gamall en þær eru í lagi núna. Ég hef æft vel svo ég er rólegur og tilbúinn í slaginn. Það er alltaf vandamál að ná vigt reyndar, en ég er búinn að stjórna þyngdinni minni í 13 ár og það ætti því ekki að vefjast fyrir mér. Það er ljóst að ég þarf á öllu mínu að halda fyrir þennan bardaga líkt og þegar ég mætti Chris Eubank og Jeff Lacy. Ég er búinn með 12 vikna æfingabúðir og er í frábæru formi," sagði Calzaghe. Búist er við því að yfir 50,000 manns mæti á bardaga þeirra á Þúsaldarvellinum í Cardiff á laugardagskvöldið og þar af er reiknað með um þúsund áköfum Dönum sem ætla að styðja við bakið á Kessler. Bein útsending Sýnar frá bardaganum hefst laust fyrir klukkan 23 á laugardagskvöldið.
Box Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Hætta við leikinn í miðnætursólinni Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Framarar lausir við Frambanann Bestu viðtölin í NFL-deildinni: „Tek alvöru kraftæfingu í sturtunni“ Van Gerwen gagnrýnir Littler: „Hann er ekki barn lengur“ „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Hófí Dóra stökk út úr braut á HM Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Sjá meira