Dallas fékk uppreisn æru 9. nóvember 2007 09:14 Það var heitt í kolunum í Oakland í nótt og hér má sjá þá Devin Harris og Matt Barnes ögra hvor öðrum í leiknum. Barnes uppskar tæknivillu í þessum viðskiptum NordicPhotos/GettyImages Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Dallas náði loksins að vinna Golden State eftir fimm töp í röð gegn liðinu í deildarkeppni og niðurlæginguna í úrslitakeppninni í vor. Sigur Dallas á útivelli var þó naumur 120-115 og hjarta leikmanna Dallas stoppaði í augnablik þegar þristur Baron Davis skömmu fyrir lokaflautið fór ekki ofan í og Dallas slapp loks með sigur gegn Oakland-liðinu. "Við gáfum Baron fínt tækifæri til að jafna í lokin og vorum vissir um að hann tæki það," sagði Dirk Nowitzki, sem skoraði 8 af 22 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Jason Terry og Josh Howard skoruðu 24 stig hvor. Baron Davis var stigahæstur í liði Golden State með 37 stig, en liðið hefur tapað öllum fimm leikjum sínum á leiktíðinni til þessa. Kelenna Azubike var með 27 stig og 11 fráköst sem er persónulegt met. Golden State lék sem fyrr án Stephen Jackson sem tekur út leikbann og þeir Mickael Pietrus (veikur), Troy Hudson og Austin Croshere gátu heldur ekki leikið með liðinu. Loksins sigur hjá Chicago Chicago Bulls vann loksins leik þegar liðið lagði Detroit 97-93 á heimavelli. Liðið hefði tapað fjórum fyrstu leikjum sínum í deildinni. Tyrus Thomas átti einn besta leik sinn á ferlinum hjá Chicago með 19 stig og 14 fráköst, Luol Deng skoraði 17 stig og Ben Gordon 16 stig. Rasheed Wallace setti persónulegt met í búningi Detroit með því að skora 36 stig og hirða 9 fráköst, Richard Hamilton skoraði 18 stig og Chauncey Billups skoraði 14. Washington enn án sigurs Loks vann New Jersey nauman sigur á Washington á heimavelli 87-85 þar sem heimamenn tryggðu sér sigurinn á vítalínunni í lokin. Framherjinn Richard Jefferson hefur aldrei byrjað betur á ferlinum með New Jersey og í nótt skoraði hann 25 stig, hirti mikilvægt sóknarfrákast á síðustu sekúndunum og skoraði úr vítunum sem hann fékk eftir að brotið var á honum. New Jersey var á kafla 20 stigum undir í fyrri hálfleik en Antoine Wright náði að slæma hönd í skot Gilbert Arenas á lokasekúndunni sem hefði jafnað leikinn. Arenas skoraði 21 stig og hitti aðeins úr 7 af 17 skotum sínum utan af velli. Vince Carter skoraði 24 stig fyrir New Jersey í leiknum og Bostjan Nachbar skoraði 14 stig. Antawn Jamison var stigahæstur hjá Washington með 24 stig og þeir Caron Butler og Arenas 21 hvor. Að lokum er rétt að minna á leik Miami og Phoenix sem sýndur verður beint á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan hálf eitt eftir miðnætti í kvöld. NBA Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Sport Fleiri fréttir Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Dallas náði loksins að vinna Golden State eftir fimm töp í röð gegn liðinu í deildarkeppni og niðurlæginguna í úrslitakeppninni í vor. Sigur Dallas á útivelli var þó naumur 120-115 og hjarta leikmanna Dallas stoppaði í augnablik þegar þristur Baron Davis skömmu fyrir lokaflautið fór ekki ofan í og Dallas slapp loks með sigur gegn Oakland-liðinu. "Við gáfum Baron fínt tækifæri til að jafna í lokin og vorum vissir um að hann tæki það," sagði Dirk Nowitzki, sem skoraði 8 af 22 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Jason Terry og Josh Howard skoruðu 24 stig hvor. Baron Davis var stigahæstur í liði Golden State með 37 stig, en liðið hefur tapað öllum fimm leikjum sínum á leiktíðinni til þessa. Kelenna Azubike var með 27 stig og 11 fráköst sem er persónulegt met. Golden State lék sem fyrr án Stephen Jackson sem tekur út leikbann og þeir Mickael Pietrus (veikur), Troy Hudson og Austin Croshere gátu heldur ekki leikið með liðinu. Loksins sigur hjá Chicago Chicago Bulls vann loksins leik þegar liðið lagði Detroit 97-93 á heimavelli. Liðið hefði tapað fjórum fyrstu leikjum sínum í deildinni. Tyrus Thomas átti einn besta leik sinn á ferlinum hjá Chicago með 19 stig og 14 fráköst, Luol Deng skoraði 17 stig og Ben Gordon 16 stig. Rasheed Wallace setti persónulegt met í búningi Detroit með því að skora 36 stig og hirða 9 fráköst, Richard Hamilton skoraði 18 stig og Chauncey Billups skoraði 14. Washington enn án sigurs Loks vann New Jersey nauman sigur á Washington á heimavelli 87-85 þar sem heimamenn tryggðu sér sigurinn á vítalínunni í lokin. Framherjinn Richard Jefferson hefur aldrei byrjað betur á ferlinum með New Jersey og í nótt skoraði hann 25 stig, hirti mikilvægt sóknarfrákast á síðustu sekúndunum og skoraði úr vítunum sem hann fékk eftir að brotið var á honum. New Jersey var á kafla 20 stigum undir í fyrri hálfleik en Antoine Wright náði að slæma hönd í skot Gilbert Arenas á lokasekúndunni sem hefði jafnað leikinn. Arenas skoraði 21 stig og hitti aðeins úr 7 af 17 skotum sínum utan af velli. Vince Carter skoraði 24 stig fyrir New Jersey í leiknum og Bostjan Nachbar skoraði 14 stig. Antawn Jamison var stigahæstur hjá Washington með 24 stig og þeir Caron Butler og Arenas 21 hvor. Að lokum er rétt að minna á leik Miami og Phoenix sem sýndur verður beint á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan hálf eitt eftir miðnætti í kvöld.
NBA Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Sport Fleiri fréttir Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Sjá meira