Fótbolti

Leik Atalanta og Milan hætt vegna óláta

Það hefur verið heitt í kolunum á Ítalíu í dag
Það hefur verið heitt í kolunum á Ítalíu í dag NordicPhotos/GettyImages

Leikur Atalanta og Milan sem fara átti fram í ítölsku A-deildinni í dag var flautaður af eftir ólæti áhorfenda í upphafi leiks. Fregnir herma að stuðningsmennirnir hafi reiðst þegar þeir heyrðu af dauða stuðningsmanns Lazio sem féll fyrir voðaskoti lögreglu í dag.

Reuters fréttastofan greinir frá því að ólætin hafi byrjað fyrir utan leikvanginn og haldið áfram eftir að leikurinn var flautaður á. 'Ahorfendurnir létu ófriðlega og gegndu ekki tilmælum dómara og leikmanna um að hafa sig hæga. Því var ákveðið að flauta leikinn af til öryggis, en það tók 40 mínútur að hafa hemil á æstum áhorfendunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×