Lögreglumaðurinn niðurbrotinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. nóvember 2007 14:22 Bróðir Gabriele Sandri var óhuggandi í gær. Nordic Photos / AFP Lögreglumaðurinn sem varð valdur að bana 26 ára stuðningsmanns Lazio á Ítalíu í gær segist vera niðurbrotinn maður. Maðurinn, Gabriele Sandri, var skotinn til bana er hann sat í bíl sínum á áningastað við þjóðveginn nærri borginni Azerro í Tuskanahéraði. Í kjölfarið braust út ofbeldi víða um Ítalíu í tengslum við knattspyrnuleiki. Meðal þess sem átti sér stað var að fótboltabullur í Mílanó köstuðu grjóti í lögreglustöð og réðust að tveimur blaðamönnum. Í Bergamo varð að flauta af leik Atalanta og AC Milan eftir tíu mínútna leik þar sem áhorfendur reyndu að ryðjast inn á völlinn. Í Siena hrópuðu stuðningsmenn ókvæðisorðum að lögreglunni og kölluðu þá morðingja og þá var leik Roma og Cagliari frestað. Jafnframt voru ýmis konar atvik í tengslum við leiki í neðri deildum Ítalíu sem rekja má til dauðsfallsins. Sandri sat í bíl sínum er lögreglumaður hljóp til að stöðva slagsmál stuðningsmanna Lazio og Juventus við fyrrnefndan áningastað. Lögreglumaðurinn sagðist hafa verið í 200 metra fjarlægð og stungið byssunni í hulstrið sitt eftir að hafa skotið viðvörunarskoti í loftið. „Ég var ekki að miða á neinn," sagði lögreglumaðurinn sem hefur verið starfandi sem slíkur í tólf ár. „Fyrsta skotið fór út í loftið og það síðara þegar ég var að hlaupa. Nú þegar ég veit hvað gerðist er ég algjörlega niðurbrotinn. Ég hef eyðilaggt tvær fjölskyldur, annars vegar fjölskyldu þessa drengs og mína fjölskyldu." Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, sagðist vera afar áhyggjufullur vegna atburða gærdagsins og fyrirskipaði rannsókn. Giancarlo Abete, forseti ítalska knattspyrnusambandsins, sagði að hann væri reiðubúinn að kynna róttækar breytingar í kjölfar þessara atburða. Ítalski boltinn Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Sjá meira
Lögreglumaðurinn sem varð valdur að bana 26 ára stuðningsmanns Lazio á Ítalíu í gær segist vera niðurbrotinn maður. Maðurinn, Gabriele Sandri, var skotinn til bana er hann sat í bíl sínum á áningastað við þjóðveginn nærri borginni Azerro í Tuskanahéraði. Í kjölfarið braust út ofbeldi víða um Ítalíu í tengslum við knattspyrnuleiki. Meðal þess sem átti sér stað var að fótboltabullur í Mílanó köstuðu grjóti í lögreglustöð og réðust að tveimur blaðamönnum. Í Bergamo varð að flauta af leik Atalanta og AC Milan eftir tíu mínútna leik þar sem áhorfendur reyndu að ryðjast inn á völlinn. Í Siena hrópuðu stuðningsmenn ókvæðisorðum að lögreglunni og kölluðu þá morðingja og þá var leik Roma og Cagliari frestað. Jafnframt voru ýmis konar atvik í tengslum við leiki í neðri deildum Ítalíu sem rekja má til dauðsfallsins. Sandri sat í bíl sínum er lögreglumaður hljóp til að stöðva slagsmál stuðningsmanna Lazio og Juventus við fyrrnefndan áningastað. Lögreglumaðurinn sagðist hafa verið í 200 metra fjarlægð og stungið byssunni í hulstrið sitt eftir að hafa skotið viðvörunarskoti í loftið. „Ég var ekki að miða á neinn," sagði lögreglumaðurinn sem hefur verið starfandi sem slíkur í tólf ár. „Fyrsta skotið fór út í loftið og það síðara þegar ég var að hlaupa. Nú þegar ég veit hvað gerðist er ég algjörlega niðurbrotinn. Ég hef eyðilaggt tvær fjölskyldur, annars vegar fjölskyldu þessa drengs og mína fjölskyldu." Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, sagðist vera afar áhyggjufullur vegna atburða gærdagsins og fyrirskipaði rannsókn. Giancarlo Abete, forseti ítalska knattspyrnusambandsins, sagði að hann væri reiðubúinn að kynna róttækar breytingar í kjölfar þessara atburða.
Ítalski boltinn Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Sjá meira