Í kvöld fór fram lokahóf knattspyrnumanna í Svíþjóð. Það var Zlatan Ibrahimovic, sóknarmaður ítalska liðsins Inter, sem hlaut stærstu verðlaunin en hann var kjörinn leikmaður ársins 2007 í Svíþjóð.
Á hátíðinni fékk hann einnig afhent verðlaun sem knattspyrnumaður ársins 2005 en á sínum tíma gat hann ekki veitt þeim verðlaunum viðtöku. Freddie Ljungberg fékk þessi verðlaun í fyrra.
Íslenski landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson hjá Gautaborg var tilnefndur sem varnarmaður ársins. Ragnar lék frábærlega í vörn Gautaborgar sem varð sænskur meistari. Hann hlaut þó ekki verðlaunin.