Vilja koma í veg fyrir aðra undirmálslánakrísu 16. nóvember 2007 09:43 Hús til sölu í Bandaríkjunum. Bandaríkjaþing hefur samþykkt frumvarp sem felur í sér hertara eftirlit með fasteignalánafyrirtækjum. Mynd/AFP Bandarískir þingmenn hafa samþykkt frumvarp sem felur í sér hert eftirlit með bandarískum fasteignalánafyrirtækjum með það fyrir augum að koma í veg fyrir að fjármálakrísa í tengslum við undirmálslán vestanhafs endurtaki sig. Rót krísunnar liggur í auknum vanskilum á svokölluðum undirmálslánum, sem veitt eru einstaklingum með lélegt lánshæfi og litla greiðslugetu. Þau fylgja stýrivaxtastigi bandaríska seðlabankans, sem þýðir að fyrir um þremur árum voru vextirnir afar lágir en hafa farið stighækkandi í samræmi við vaxtaþróun bankans. Af þessum sökum þykja þau afar áhættusöm og þung í vöfum fyrir einstaklinga með lítið umleikis. Lækkun stýrivaxta vestanhafs upp á síðkastið hefur ekki síst falist í því að gera einstaklingum sem þessum auðveldara um vik að greiða af lánum sínum. Þá hefur spilað inn í kólnun á fasteignamarkaði í Bandaríkjunum sem hefur hægt með á veltu með fasteignir og lækkun verðs. Í frumvarpinu kemur meðal annars fram að útlánareglur fyrirtækjanna eru hertar til muna og þurfa þau að tryggja að lántakendur geti greitt af lánum sínum. Bandarísk fasteignalánafyrirtæki hafa gagnrýnt frumvarpið og segja það geta bæði komið illa niður á fyrirtækjunum auk þess sem það komi í veg fyrir að einstaklingar með litla greiðslugetu geti keypt sér húsnæði. Frumvarpið hefur enn ekki verið lagt fyrir öldungadeild bandaríska þingsins en breska ríkisútvarpið hefur eftir bandarískum fjölmiðlum að líklega muni það sæta harðri gagnrýni. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bandarískir þingmenn hafa samþykkt frumvarp sem felur í sér hert eftirlit með bandarískum fasteignalánafyrirtækjum með það fyrir augum að koma í veg fyrir að fjármálakrísa í tengslum við undirmálslán vestanhafs endurtaki sig. Rót krísunnar liggur í auknum vanskilum á svokölluðum undirmálslánum, sem veitt eru einstaklingum með lélegt lánshæfi og litla greiðslugetu. Þau fylgja stýrivaxtastigi bandaríska seðlabankans, sem þýðir að fyrir um þremur árum voru vextirnir afar lágir en hafa farið stighækkandi í samræmi við vaxtaþróun bankans. Af þessum sökum þykja þau afar áhættusöm og þung í vöfum fyrir einstaklinga með lítið umleikis. Lækkun stýrivaxta vestanhafs upp á síðkastið hefur ekki síst falist í því að gera einstaklingum sem þessum auðveldara um vik að greiða af lánum sínum. Þá hefur spilað inn í kólnun á fasteignamarkaði í Bandaríkjunum sem hefur hægt með á veltu með fasteignir og lækkun verðs. Í frumvarpinu kemur meðal annars fram að útlánareglur fyrirtækjanna eru hertar til muna og þurfa þau að tryggja að lántakendur geti greitt af lánum sínum. Bandarísk fasteignalánafyrirtæki hafa gagnrýnt frumvarpið og segja það geta bæði komið illa niður á fyrirtækjunum auk þess sem það komi í veg fyrir að einstaklingar með litla greiðslugetu geti keypt sér húsnæði. Frumvarpið hefur enn ekki verið lagt fyrir öldungadeild bandaríska þingsins en breska ríkisútvarpið hefur eftir bandarískum fjölmiðlum að líklega muni það sæta harðri gagnrýni.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira