Hanskinn hættur 16. nóvember 2007 19:16 Gary Payton var alræmdasti kjaftaskurinn í NBA deildinni á sínum tíma NordicPhotos/GettyImages Kjaftaskurinn Gary Payton segist vera nokkuð viss um að hann sé hættur að spila körfubolta eftir glæsilegan feril í NBA deildinni. Hann hefur ekki miklar mætur á fyrrum þjálfara sínum Pat Riley. Payton gerði garðinn frægan í NBA deildinni þegar hann lék með Seattle Supersonics á tíunda áratugnum og náði alla leið í úrslitin eitt árið. Hann náði loksins að verða meistari árið 2006 með Miami Heat, þá kominn á síðasta snúning sem leikmaður. ESPN sjónvarpsstöðin tók skemmtilegt viðtal við Payton í dag þar sem m.a. kemur fram að hann hefur ekki mjög mikið álit á ungu leikmönnunum í deildinni í dag - og forvitnilegar skoðanir á þjálfurum sínum í gegn um tíðina. "Það er nokkuð pottþétt að ég er hættur," sagði Payton, sem fékk viðurnefnið "Hanskinn" á sínum tíma vegna ákafs varnarleiks síns. "Nú hangi ég bara með fjölskyldunni og nýt lífsins. Ég er búinn að vera í bransanum í 17 ár og það er fínt að þurfa ekki að vakna á hverjum degi og púla, ferðast og eiga í upp og niður samskiptum við þjálfarana," sagði Payton. George Karl í uppáhaldi Hann lék á sínum tíma fyrir nokkra af bestu þjálfurum í deildinni. George Karl hjá Seattle, Phil Jackson hjá LA Lakers, Doc Rivers hjá Boston og Pat Riley hjá Miami. "George Karl er í fyrsta sæti hjá mér, síðan Phil Jackson og loks Doc Rivers," sagði Payton. Ekki orð um Pat Riley. "Jú, ég vann reyndar titil undir hans stjórn en hann er samt ekki einn af mínum uppáhalds þjálfurum. Ég vil ekki fara nánar út í það, en ég set persónulegt samband mitt við þjálfarann í fyrsta sæti," sagði Payton. Payton náði í titilinn eftirsótta í MiamiNordicPhotos/GettyImages Ungu mennirnir kunna ekki að spila vörn Hann er ekki hrifinn af ungum leikmönnum sem eru að koma upp í deildinni í dag og segir þá gleyma því að það séu tvær hliðar á vellinum. "Menn spila ekki körfubolta í dag eins og þeir gerðu áður og leikurinn er orðinn allt of sóknarsinnaður. Þeir spila ekki vörn. Þegar ég var að spila var ég vanur að loka á besta sóknarmann andstæðinganna og skora 25 stig í leik. Ég sé engan mann gera þetta í dag. Bruce Bowen er góður varnarmaður, en hann er engin ógn í sóknarleiknum," sagði Gary Payton. Eftir langan og glæsilegan feril er Payton orðinn 21. stigahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi, er í sjötta sæti yfir flestar stoðsendingar, þriðja yfir stolna bolta og áttundi í leikjum spiluðum á ferlinum. Payton skoraði 16,3 stig að meðaltali í leik, gaf 6,7 stoðsendingar og stal 1,8 boltum. Hann var valinn varnarmaðuri ársins árið 1996 og var m.a. valinn í varnarúrval deildarinnar níu ár í röð. NBA Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Kjaftaskurinn Gary Payton segist vera nokkuð viss um að hann sé hættur að spila körfubolta eftir glæsilegan feril í NBA deildinni. Hann hefur ekki miklar mætur á fyrrum þjálfara sínum Pat Riley. Payton gerði garðinn frægan í NBA deildinni þegar hann lék með Seattle Supersonics á tíunda áratugnum og náði alla leið í úrslitin eitt árið. Hann náði loksins að verða meistari árið 2006 með Miami Heat, þá kominn á síðasta snúning sem leikmaður. ESPN sjónvarpsstöðin tók skemmtilegt viðtal við Payton í dag þar sem m.a. kemur fram að hann hefur ekki mjög mikið álit á ungu leikmönnunum í deildinni í dag - og forvitnilegar skoðanir á þjálfurum sínum í gegn um tíðina. "Það er nokkuð pottþétt að ég er hættur," sagði Payton, sem fékk viðurnefnið "Hanskinn" á sínum tíma vegna ákafs varnarleiks síns. "Nú hangi ég bara með fjölskyldunni og nýt lífsins. Ég er búinn að vera í bransanum í 17 ár og það er fínt að þurfa ekki að vakna á hverjum degi og púla, ferðast og eiga í upp og niður samskiptum við þjálfarana," sagði Payton. George Karl í uppáhaldi Hann lék á sínum tíma fyrir nokkra af bestu þjálfurum í deildinni. George Karl hjá Seattle, Phil Jackson hjá LA Lakers, Doc Rivers hjá Boston og Pat Riley hjá Miami. "George Karl er í fyrsta sæti hjá mér, síðan Phil Jackson og loks Doc Rivers," sagði Payton. Ekki orð um Pat Riley. "Jú, ég vann reyndar titil undir hans stjórn en hann er samt ekki einn af mínum uppáhalds þjálfurum. Ég vil ekki fara nánar út í það, en ég set persónulegt samband mitt við þjálfarann í fyrsta sæti," sagði Payton. Payton náði í titilinn eftirsótta í MiamiNordicPhotos/GettyImages Ungu mennirnir kunna ekki að spila vörn Hann er ekki hrifinn af ungum leikmönnum sem eru að koma upp í deildinni í dag og segir þá gleyma því að það séu tvær hliðar á vellinum. "Menn spila ekki körfubolta í dag eins og þeir gerðu áður og leikurinn er orðinn allt of sóknarsinnaður. Þeir spila ekki vörn. Þegar ég var að spila var ég vanur að loka á besta sóknarmann andstæðinganna og skora 25 stig í leik. Ég sé engan mann gera þetta í dag. Bruce Bowen er góður varnarmaður, en hann er engin ógn í sóknarleiknum," sagði Gary Payton. Eftir langan og glæsilegan feril er Payton orðinn 21. stigahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi, er í sjötta sæti yfir flestar stoðsendingar, þriðja yfir stolna bolta og áttundi í leikjum spiluðum á ferlinum. Payton skoraði 16,3 stig að meðaltali í leik, gaf 6,7 stoðsendingar og stal 1,8 boltum. Hann var valinn varnarmaðuri ársins árið 1996 og var m.a. valinn í varnarúrval deildarinnar níu ár í röð.
NBA Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti