Fótbolti

Juventus sektað fyrir að kalla Zlatan skítugan sígauna

Zlatan hefur farið á kostum hjá Inter síðan hann kom frá Juventus
Zlatan hefur farið á kostum hjá Inter síðan hann kom frá Juventus NordicPhotos/GettyImages

Ítalska knattspyrnufélagið Juventus var í dag sektað um 1,8 milljónir króna vegna framkomu stuðningsmanna A-deildarliðsins í garð fyrrum leikmanns félagsins, Zlatan Ibrahimovic, þann 4. nóvember sl.

Stuðningsmenn Juventus héldu þá á fána sem á stóð "Ibrahimovic er skítugur sígauni" og kölluðu þessi orð að honum á meðan Juventus og Inter stóð. Knattspyrnusambandið á Ítalíu tók þessu sem kynþáttaníð beindum að uppruna leikmannsins, en foreldrar hans eru frá ríkjum fyrrum Júgóslavíu.

Stuðningsmenn Juventus neita þessu alfarið og segja að þessum orðum hafi verið beint að leikmanninum einfaldlega vegna þess hve duglegur hann sé að skipta um félög.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×