Fótbolti

Adriano líklegastur til að hreppa ruslatunnuna

Gullna Ruslatunnan er ekki sérstaklega eftirsóttur gripur
Gullna Ruslatunnan er ekki sérstaklega eftirsóttur gripur Mynd/Netið

Ný styttist í að ítalska útvarpsstöðin Radio2 Catersport tilkynni hver hreppir hina árlegu Gullnu Ruslatunnu, sem eru verðlaun sem veitt eru þeim leikmanni sem þykir hafa verið lélegastur í A-deildinni á árinu.

Adriano hjá Inter fékk þann vafasama heiður að hljóta Gullnu Ruslatunnuna á síðustu leiktíð og hefur verið jafn skelfilegur á síðustu 12 mánuðum. Nokkrir aðrir áhugaverðir leikmenn eru tilnefndir að þessu sinni.

Ronaldo og Dida hjá AC Milan eru þannig á listanum í ár ásamt þeim Christian Chivu og David Suazo hjá Inter og þeim Tiago Mendes og Jean-Alain Boumsong hjá Juventus.

Sjö leikmenn úr heimsmeistaraliði Ítala eru líka tilnefndir til verðlaunanna. Þeir Alessandro Del Piero, Alberto Gilardino. Simone Barone, Marco Amelia, Fabio Grosso, Alessandro Nesta og meira að segja Marco Materazzi.

Þeir Nicola Legrottaglie hjá Juventus og Christian Vieri hjá Fiorentina hafa áður unnið til þessara umdeildu verðlauna á ferlinum, en þeir hafa hinsvegar hlotið uppreisn æru og eru að spila ágætlega fyrir lið sín í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×