Enn titrar fjármálaheimurinn 21. nóvember 2007 21:51 Gengi helstu hlutabréfavísitalna í Bandaríkjunum féll á ný í dag eftir hækkun í gær. Þetta er svipuð þróun og á hlutabréfamörkuðum víða um heim í dag, þar á meðal hér á landi. Atferli fjárfesta nú stjórnast af ótta við að enn sjái ekki til botns í þrengingum á fasteignamarkaði í Bandaríkjunum og geti svo farið að bankar og fjármálafyrirtæki þurfi að afskrifa frekari lán úr bókum sínum. Til að bæta gráu ofan á svart sagði í minnispunktum bandaríska seðlabankans af síðasta vaxtaákvarðanafundi hans, sem birtir voru í gær, að líkur séu á nokkuð hægari hagvexti í Bandaríkjunum allt fram á næsta ár. Fasteignalánafyrirtæki í Bandaríkjunum eiga mjög erfitt um þessar mundir, ekki síst eftir að bandaríska fjármálafyrirtækið Fannie Mae tilkynnti í gær að það þyrfti að afskrifa allt að tvær milljónir bandaríkjadala fasteignalán til viðbótar því sem áður hefur farið forgörðum úr bókum félagsins. Markaðsvirði félagsins hrundi í dag þegar gengi þess féll um 29 prósent og þykir fátt benda til að bandaríski fjárfestar komi til með að njóta Þakkargjörðarhátíðarinnar sem hefst um næstu helgi, að því er Associated Press greinir frá. Dow Jones hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,62 prósent og Nasdaq-vísitalan um 1,33 prósent. Vísitölurnar eiga hins vegar talsvert inni eftir hækkun ársins ólíkt íslensku Úrvalsvísitölunni sem hefur ekki verið lægri síðan snemma í janúar. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Gengi helstu hlutabréfavísitalna í Bandaríkjunum féll á ný í dag eftir hækkun í gær. Þetta er svipuð þróun og á hlutabréfamörkuðum víða um heim í dag, þar á meðal hér á landi. Atferli fjárfesta nú stjórnast af ótta við að enn sjái ekki til botns í þrengingum á fasteignamarkaði í Bandaríkjunum og geti svo farið að bankar og fjármálafyrirtæki þurfi að afskrifa frekari lán úr bókum sínum. Til að bæta gráu ofan á svart sagði í minnispunktum bandaríska seðlabankans af síðasta vaxtaákvarðanafundi hans, sem birtir voru í gær, að líkur séu á nokkuð hægari hagvexti í Bandaríkjunum allt fram á næsta ár. Fasteignalánafyrirtæki í Bandaríkjunum eiga mjög erfitt um þessar mundir, ekki síst eftir að bandaríska fjármálafyrirtækið Fannie Mae tilkynnti í gær að það þyrfti að afskrifa allt að tvær milljónir bandaríkjadala fasteignalán til viðbótar því sem áður hefur farið forgörðum úr bókum félagsins. Markaðsvirði félagsins hrundi í dag þegar gengi þess féll um 29 prósent og þykir fátt benda til að bandaríski fjárfestar komi til með að njóta Þakkargjörðarhátíðarinnar sem hefst um næstu helgi, að því er Associated Press greinir frá. Dow Jones hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,62 prósent og Nasdaq-vísitalan um 1,33 prósent. Vísitölurnar eiga hins vegar talsvert inni eftir hækkun ársins ólíkt íslensku Úrvalsvísitölunni sem hefur ekki verið lægri síðan snemma í janúar.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira