Fótbolti

Kaka ætlar að læra til prests

Kaka er í góðu sambandi við himnaföðurinn
Kaka er í góðu sambandi við himnaföðurinn NordicPhotos/GettyImages

Miðjumaðurinn strangtrúaði Kaka hjá AC Milan og brasilíska landsliðinu segir að sig langi að læra til prests þegar hann leggur skóna á hilluna.

"Mig langar mikið að læra til prests," sagði Kaka í viðtali í ítölsku útgáfuna af tímaritinu GQ. "Það er erfitt nám og maður verður að vera vel að sér í hugmyndafræðunum og biblíunni," sagði Kaka.

Miðjumaðurinn hefur verið í toppformi með AC Milan síðasta árið og er sá leikmaður sem líklegast þykir að verði sæmdur gullskónum - verðlaunum France Football á knattspyrnumanni ársins í Evrópu.

"Það er ekki auðvelt að halda reglur og viðmið biblíunnar í nútímasamfélagi, en það er einmitt í verkahring presta að reyna að ítreka það sem okkur er kennt í biblíunni," sagði Kaka sem fagnar mörkum sínum alltaf með því að teygja hendur sínar í átt til skaparans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×