Eiður Smári vill spila á morgun Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. nóvember 2007 09:50 Eiður Smári stekkur yfir Kader Keita, leikmann Lyon. Nordic Photos / AFP Eiður Smári Guðjohnsen hefur jafnað sig fljótt og vel af meiðslunum sem hann hlaut í leik Barcelona og Lyon í Meistaradeildinni í vikunni og vonast til að vera klár í slaginn gegn Espanyol í spænsku deildinni á morgun. Eiður ræddi við blaðamenn eftir æfingu Barcelona-liðsins í gær. Hann sagði að hann hefði engan áhuga á að tapa grannaslagnum á morgun en slíkir leikir séu ávallt sérstakir. Espanyol er aðeins tveimur stigum á eftir Barcelona í deildinni sem gerir það að verkum að leikurinn er enn meira spennandi. „Það virðist sem svo að það sé meira að veði en einungis þrjú stig en enn mikilvægara er að með sigri náum við að setja meiri þrýsting á liðin í efstu sætunum. Við yrðum líka mjög stoltir af því að vinna þennan leik, að sjálfsögðu." Eiður var í byrjunarliði Börsunga gegn Lyon og segir að leikurinn hafi verið góður af hálfu sinna manna þrátt fyrir jafntefli. „Við unnum vel saman sem liðsheild. Við verðum að halda áfram á þeirri braut en skora fleiri mörk og fá á okkur færri. Ef okkur tekst að bæta okkur enn frekar getum við unnið alla okkar leiki." Eiður hefur fengið að spila meira en búist var við fyrir nokkrum vikum. „Meiðsli leikmanna höfðu það í för með sér að ég fékk að spila meira en ég hef lagt virkilega hart að mér síðustu mánuðina og það hefur hjálpað mér mikið. Mitt markmið er að hjálpa liðinu eins mikið og ég mögulega get." Hann var í fyrsta sinn í byrjunarliði Börsunga gegn Recreativo í spænsku úrvalsdeildinni og segir að hann hafi lagt of mikla áherslu á að sanna sig í þeim leik. „Ég gerði of mikið af mistökukm í þeim leik. En ég stóð mig betur í Lyon. Ég spilaði meira fyrir liðið allt." Espanyol hefur byrjað mjög vel á leiktíðinni og segir Eiður að þrátt fyrir að hann hafi ekki séð mikið til liðsins viti hann að það búi mikið í því. „Þetta er lið sem spilar mjög góðan fótbolta og eru afar sterkir, sérstaklega Tamudo. En ég held að við þurfum að einbeita okkur að eigin liði. Ef við spilum samkvæmt eðlilegri getu getum við unnið alla okkar andstæðinga." Spænski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen hefur jafnað sig fljótt og vel af meiðslunum sem hann hlaut í leik Barcelona og Lyon í Meistaradeildinni í vikunni og vonast til að vera klár í slaginn gegn Espanyol í spænsku deildinni á morgun. Eiður ræddi við blaðamenn eftir æfingu Barcelona-liðsins í gær. Hann sagði að hann hefði engan áhuga á að tapa grannaslagnum á morgun en slíkir leikir séu ávallt sérstakir. Espanyol er aðeins tveimur stigum á eftir Barcelona í deildinni sem gerir það að verkum að leikurinn er enn meira spennandi. „Það virðist sem svo að það sé meira að veði en einungis þrjú stig en enn mikilvægara er að með sigri náum við að setja meiri þrýsting á liðin í efstu sætunum. Við yrðum líka mjög stoltir af því að vinna þennan leik, að sjálfsögðu." Eiður var í byrjunarliði Börsunga gegn Lyon og segir að leikurinn hafi verið góður af hálfu sinna manna þrátt fyrir jafntefli. „Við unnum vel saman sem liðsheild. Við verðum að halda áfram á þeirri braut en skora fleiri mörk og fá á okkur færri. Ef okkur tekst að bæta okkur enn frekar getum við unnið alla okkar leiki." Eiður hefur fengið að spila meira en búist var við fyrir nokkrum vikum. „Meiðsli leikmanna höfðu það í för með sér að ég fékk að spila meira en ég hef lagt virkilega hart að mér síðustu mánuðina og það hefur hjálpað mér mikið. Mitt markmið er að hjálpa liðinu eins mikið og ég mögulega get." Hann var í fyrsta sinn í byrjunarliði Börsunga gegn Recreativo í spænsku úrvalsdeildinni og segir að hann hafi lagt of mikla áherslu á að sanna sig í þeim leik. „Ég gerði of mikið af mistökukm í þeim leik. En ég stóð mig betur í Lyon. Ég spilaði meira fyrir liðið allt." Espanyol hefur byrjað mjög vel á leiktíðinni og segir Eiður að þrátt fyrir að hann hafi ekki séð mikið til liðsins viti hann að það búi mikið í því. „Þetta er lið sem spilar mjög góðan fótbolta og eru afar sterkir, sérstaklega Tamudo. En ég held að við þurfum að einbeita okkur að eigin liði. Ef við spilum samkvæmt eðlilegri getu getum við unnið alla okkar andstæðinga."
Spænski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Sjá meira