Líkfundarmaður var ólöglegur í landinu í þrjá mánuði Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. nóvember 2007 14:32 Tomas Malakauskas gæti átt von á allt að hálfs árs fangelsi fyrir að koma hingað til lands þrátt fyrir að vera í endurkomubanni vegna líkfundarmálsins svokallaða. Aðalmeðferð í máli hans fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Auk þess að vera ákærður fyrir brot á útlendingalögum er Tomas ákærður fyrir vörslu á 26 grömmum af amfetamíni. Í líkfundarmálinu var Tomas dæmdur, ásamt tveimur öðrum, fyrir að fela lík með 400 grömmum af fíkniefnum innvortis í höfninni á Neskaupsstað árið 2004. Tilkynnt ákvörðun Útlendingastofnunar á Litla Hrauni Þegar Tomas var látinn laus úr fangelsi á haustmánuðum í fyrra ákvað Útlendingastofnun að hann skyldi fara úr landi og mætti ekki koma aftur næstu tíu árin. Lögregluþjónar birtu honum ákvörðunina á Litla-Hrauni. Hann neitaði að rita undir birtingu hennar vegna þess að skjalið var ekki á hans móðurmáli. Hann hafi því ekki skilið það sem á því stóð. Hann bar jafnframt fyrir dómi að sér hafi verið neitað um túlkaþjónustu og að hafa lögfræðing viðstaddan þegar ákvörðun Útlendingastofnunar var kynnt. Lögregluþjónarnir, sem kynntu Tomas ákvörðun Útlendingastofnunar, báru vitni við aðalmeðferð málsins í dag. Þeir sögðu að hann hefði skilið í hverju ákvörðun Útlendingastofnunar fólst en verið ósáttur við að fá ekki að koma aftur til Íslands. Hann hefði lýst því yfir við fangaverði og starfsmenn Fangelsismálastofnunar að hann færi hvorki með góðu né illu. Lögreglumennirnir sögðu að Tomas hefði talað ensku og íslensku í bland og sagt að hann skildi bæði tungumálin. Þeir sögðu að honum hafi verið boðinn túlkur en afþakkað það. Þessu neitar Tómas. Breytti nafni sínu vegna fjölmiðlaumfjöllunar Tomas kom hingað til lands á nafni eiginkonu sinnar fyrir þremur mánuðum. Hann segist hafa breytt eftirnafni sínu vegna mikillar fjölmiðlaumfjöllunar í tengslum við líkfundarmálið. Þá hafi hann viljað skipta um nafn þegar ljóst varð að hann ætti von á syni. Tomas neitaði að hafa breytt nafni sínu til að hafa átt auðveldara með að komast til Íslands í óleyfi. Hann sagðist jafnframt hafa komið hingað til lands á vegabréfi sem var gefið út af yfirvöldum í Litháen en hann hafi ekki verið beðinn um að framvísa því í Keflavík. Gæti fengið sex mánaða fangelsi Við broti Tomasar gegn útlendingalögunum liggur allt að sex mánaða fangelsi. Einnig liggur fangelsisdómur við fíkniefnabrotinu. Saksóknari segir augljóst að um ásetningsbrot hafi verið að ræða og einbeittan brotavilja. Hann fer því fram á óskilorðsbundinn dóm. Þá krefst saksóknari þess jafnframt að Tomas klári að afplána eldri dóm en hann átti eftir að afplána 14 mánaða fangelsi vegna líkfundarmálsins þegar hann var handtekinn núna í nóvember. Lögmaður Tomasar krefst hins vegar sýknu. Þá kröfu byggir hann á því að ekki hafi verið færðar sönnur á að ákærði hafi vitað af því að hann hafi verið í endurkomubanni. Honum hafi ekki verið birtur úrskurður Útlendingastofnunar á móðurmáli eða enskri þýðingu. Því hafi vafi leikið á því hvort hann hafi skilið úrskurðinn. Til vara krefst lögmaður Tomasar þess að hann verði dæmdur til lægstu mögulegu refsingar sem er fésekt. Þá krefst hann lægstu mögulegu refsingar vegna fíkniefnabrotsins. Ekki liggi fyrir nein greining á efninu og því ekki færðar sönnur á að styrkleiki þess hafi verið mikill. Líkfundarmálið Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Tomas Malakauskas gæti átt von á allt að hálfs árs fangelsi fyrir að koma hingað til lands þrátt fyrir að vera í endurkomubanni vegna líkfundarmálsins svokallaða. Aðalmeðferð í máli hans fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Auk þess að vera ákærður fyrir brot á útlendingalögum er Tomas ákærður fyrir vörslu á 26 grömmum af amfetamíni. Í líkfundarmálinu var Tomas dæmdur, ásamt tveimur öðrum, fyrir að fela lík með 400 grömmum af fíkniefnum innvortis í höfninni á Neskaupsstað árið 2004. Tilkynnt ákvörðun Útlendingastofnunar á Litla Hrauni Þegar Tomas var látinn laus úr fangelsi á haustmánuðum í fyrra ákvað Útlendingastofnun að hann skyldi fara úr landi og mætti ekki koma aftur næstu tíu árin. Lögregluþjónar birtu honum ákvörðunina á Litla-Hrauni. Hann neitaði að rita undir birtingu hennar vegna þess að skjalið var ekki á hans móðurmáli. Hann hafi því ekki skilið það sem á því stóð. Hann bar jafnframt fyrir dómi að sér hafi verið neitað um túlkaþjónustu og að hafa lögfræðing viðstaddan þegar ákvörðun Útlendingastofnunar var kynnt. Lögregluþjónarnir, sem kynntu Tomas ákvörðun Útlendingastofnunar, báru vitni við aðalmeðferð málsins í dag. Þeir sögðu að hann hefði skilið í hverju ákvörðun Útlendingastofnunar fólst en verið ósáttur við að fá ekki að koma aftur til Íslands. Hann hefði lýst því yfir við fangaverði og starfsmenn Fangelsismálastofnunar að hann færi hvorki með góðu né illu. Lögreglumennirnir sögðu að Tomas hefði talað ensku og íslensku í bland og sagt að hann skildi bæði tungumálin. Þeir sögðu að honum hafi verið boðinn túlkur en afþakkað það. Þessu neitar Tómas. Breytti nafni sínu vegna fjölmiðlaumfjöllunar Tomas kom hingað til lands á nafni eiginkonu sinnar fyrir þremur mánuðum. Hann segist hafa breytt eftirnafni sínu vegna mikillar fjölmiðlaumfjöllunar í tengslum við líkfundarmálið. Þá hafi hann viljað skipta um nafn þegar ljóst varð að hann ætti von á syni. Tomas neitaði að hafa breytt nafni sínu til að hafa átt auðveldara með að komast til Íslands í óleyfi. Hann sagðist jafnframt hafa komið hingað til lands á vegabréfi sem var gefið út af yfirvöldum í Litháen en hann hafi ekki verið beðinn um að framvísa því í Keflavík. Gæti fengið sex mánaða fangelsi Við broti Tomasar gegn útlendingalögunum liggur allt að sex mánaða fangelsi. Einnig liggur fangelsisdómur við fíkniefnabrotinu. Saksóknari segir augljóst að um ásetningsbrot hafi verið að ræða og einbeittan brotavilja. Hann fer því fram á óskilorðsbundinn dóm. Þá krefst saksóknari þess jafnframt að Tomas klári að afplána eldri dóm en hann átti eftir að afplána 14 mánaða fangelsi vegna líkfundarmálsins þegar hann var handtekinn núna í nóvember. Lögmaður Tomasar krefst hins vegar sýknu. Þá kröfu byggir hann á því að ekki hafi verið færðar sönnur á að ákærði hafi vitað af því að hann hafi verið í endurkomubanni. Honum hafi ekki verið birtur úrskurður Útlendingastofnunar á móðurmáli eða enskri þýðingu. Því hafi vafi leikið á því hvort hann hafi skilið úrskurðinn. Til vara krefst lögmaður Tomasar þess að hann verði dæmdur til lægstu mögulegu refsingar sem er fésekt. Þá krefst hann lægstu mögulegu refsingar vegna fíkniefnabrotsins. Ekki liggi fyrir nein greining á efninu og því ekki færðar sönnur á að styrkleiki þess hafi verið mikill.
Líkfundarmálið Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira