Handbolti

Haukar styrkja stöðu sína á toppnum

Mynd/Daniel

Karlalið Hauka vann í kvöld góðan 30-26 sigur á HK í Digranesi í toppslag í N1 deildinni í handbolta. Haukar höfðu yfir 14-13 í hálfleik og unnu mikilvægan sigur í toppbaráttunni.

Halldór Ingólfsson og Sigurbergur Sveinsson skoruðu 6 mörk hvor fyrir Hauka en Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði 8 mörk fyrir Kópavogsliðið og þeir Tomas Etutis og Ragnar Hjaltested 5 hvor.

Haukar eru á toppnum og hafa 23 stig eftir 14 leiki, HK hefur 17 stig eftir 13 leiki, Fram 17 eftir 12 leiki og Stjarnan og Valur hafa 15 stig eftir 12 leiki.

Þá fór einn leikur fram í N1 deild kvenna í kvöld þar sem Valsstúlkur skelltu sér á toppinn með 32-29 heimasigri á Gróttu. Dagný Skúladóttir skoraði 9 mörk fyrir Val og Nora Valovics 6, en Pavla Plaminkova skoraði 10 mörk fyrir Gróttu.

Valur hefur 20 stig á toppnum en hefur leikið einum leik meira en næstu lið. Fram er í öðru sæti með 19 stig, og Stjarnan og Grótta hafa 15 stig í 3.-4. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×