Handbolti

Rúnar fór á kostum í sigri Fram á Val

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Einar Ingi Hrafnsson tekur hér skot að marki í leiknum í dag.
Einar Ingi Hrafnsson tekur hér skot að marki í leiknum í dag. Mynd/Anton

Valsmenn eru nú átta stigum á eftir toppliði Hauka eftir að liðið tapaði fyrir Fram á heimavelli í dag, 27-25, í N1-deild karla.

Rúnar Kárason fór á kostum í liði Fram, sér í lagi í síðari hálfleik er hann skoraði níu af tólf mörkum Framara. Alls skoraði hann tíu mörk í leiknum.

Valsmenn byrjuðu betur og skoruðu fyrstu fjögur mörkin í leiknum. En eftir það tóku Framarar öll völd á vellinum og leiddu í hálfleik, 15-13.

Þó svo að munurinn í lokin hafi verið tvö mörk var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda. Björgvin Páll Gústavsson fór í kostum í marki Fram og varði 23 skot.

Markahæstur hjá Val var Hjalti Þór Pálmason með sjö mörk.

Fram er nú í öðru sæti deildarinnar með nítján stig en Valur í því fjórða með fimmtán stig. HK er í þriðja sæti með sautján stig en öll hafa leikið einum leik færra en topplið Hauka sem er með 23 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×