Maldini hættir í lok tímabilsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. desember 2007 20:00 Maldini með bikarinn á lofti í dag. Nordic Photos / Getty Images Paolo Maldini, fyrirliði AC Milan, tilkynnti í dag að hann ætlar að leggja skóna á hilluna þegar tímabilinu á Ítalíu lýkur í vor. Maldini er 39 ára gamall og hefur unnið fjölda titla með AC Milan á löngum ferli sínum. Hann er af mörgum talinn vera einn besti varnarmaður sem komið hefur fram í knattspyrnunni. Milan varð í dag heimsmeistari félagsliða eftir 4-2 sigur á Boca Juniors og notaði Maldini tækifærið til að tilkynna ákvörðun sína. Hann sagði reyndar einnig árið 2005 að hann ætlaði að hætta um vorið 2007 en ákvað að halda áfram í eitt tímabil í viðbót. Maldini á að baki 126 leiki með ítalska landsliðinu frá árunum 1988 til 2002. Hann hefur leikið flesta leiki í ítölsku úrvalsdeildinni frá upphafi en hann hefur allan sinn feril leikið með Milan. Fyrir nokkrum árum hafnaði hann tilboði Real Madrid því hann vildi ekki fara frá Milan. Í vor varð hann í fimmta sinn Evrópumeistari með AC Milan eftir sigur á Liverpool í úrslitaleik. Hann hefur einnig orðið sjö sinnum Ítalíumeistari. „Ég er mjög ánægður með það sem ég hef afrekað á mínum ferli," sagði Maldini í dag. „Í júní mun ég hætta og ekki sjá eftir neinu." Hann sagði að það hefði verið sætt að vinna heimsmeistaramót félagsliða í Japan í dag. „Það er erfitt að vera 39 ára gamall og enn að spila með liði eins og AC Milan. En Milan hefur alltaf gefið mér tækifæri til að spila mikilvæga úrslitaleiki." Eini stóri titillinn sem Maldini vantar í safnið sitt er heims- eða Evrópumeistaratitill með ítalska landsliðinu. Hann var með Ítalíu í úrslitaleik HM 1994 er liðið tapaði fyrir Brasilíu í vítaspyrnukeppni og einnig í úrslitaleiknum á EM 2000 er Ítalía tapaði fyrir Frakklandi í framlengdum leik. Ítalski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Miklu meira af bakertíum á tækjunum í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Sjá meira
Paolo Maldini, fyrirliði AC Milan, tilkynnti í dag að hann ætlar að leggja skóna á hilluna þegar tímabilinu á Ítalíu lýkur í vor. Maldini er 39 ára gamall og hefur unnið fjölda titla með AC Milan á löngum ferli sínum. Hann er af mörgum talinn vera einn besti varnarmaður sem komið hefur fram í knattspyrnunni. Milan varð í dag heimsmeistari félagsliða eftir 4-2 sigur á Boca Juniors og notaði Maldini tækifærið til að tilkynna ákvörðun sína. Hann sagði reyndar einnig árið 2005 að hann ætlaði að hætta um vorið 2007 en ákvað að halda áfram í eitt tímabil í viðbót. Maldini á að baki 126 leiki með ítalska landsliðinu frá árunum 1988 til 2002. Hann hefur leikið flesta leiki í ítölsku úrvalsdeildinni frá upphafi en hann hefur allan sinn feril leikið með Milan. Fyrir nokkrum árum hafnaði hann tilboði Real Madrid því hann vildi ekki fara frá Milan. Í vor varð hann í fimmta sinn Evrópumeistari með AC Milan eftir sigur á Liverpool í úrslitaleik. Hann hefur einnig orðið sjö sinnum Ítalíumeistari. „Ég er mjög ánægður með það sem ég hef afrekað á mínum ferli," sagði Maldini í dag. „Í júní mun ég hætta og ekki sjá eftir neinu." Hann sagði að það hefði verið sætt að vinna heimsmeistaramót félagsliða í Japan í dag. „Það er erfitt að vera 39 ára gamall og enn að spila með liði eins og AC Milan. En Milan hefur alltaf gefið mér tækifæri til að spila mikilvæga úrslitaleiki." Eini stóri titillinn sem Maldini vantar í safnið sitt er heims- eða Evrópumeistaratitill með ítalska landsliðinu. Hann var með Ítalíu í úrslitaleik HM 1994 er liðið tapaði fyrir Brasilíu í vítaspyrnukeppni og einnig í úrslitaleiknum á EM 2000 er Ítalía tapaði fyrir Frakklandi í framlengdum leik.
Ítalski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Miklu meira af bakertíum á tækjunum í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Sjá meira