Grétar Mar Jónsson, þingmaður Frjálslyndra og fyrrverandi skipstjóri telur að tölur sem Hafrannsóknarstofnun nefnir um brottkast á fiski séu langt of lágar.
Í gögnum Hafró er búist við að brottkast á fiski aukist verulega á þessu fiskveiðári.
Sjómenn kasti um fimm þúsund tonnum af þorski og ýsu í sjóinn á hverju ári. Andvirði brottkastsins sé á annan milljarð króna að mati stofnunarinnar.
Grétar Mar sagði í samtali við Vísi að hann teldi brottkastið vera að minnsta kosti tíu sinnum meira.
Þá er verið að tala um brottkast fyrir á annan tug milljarða króna á ári.