New England Patriots vann alla sextán leiki sína á tímabilinu í NFL-deildinni í Bandaríkjunum í ár.
Er það í fyrsta sinn í sögu deildarinnar að eitt lið vinnur alla leiki sína í deildakeppninni síðan að Miami Dolphins vann alla fjórtán leiki sína árið 1972.
New England vann í nótt sigur á New York Giants, 38-35, eftir að hafa verið tólf stigum undir í þriðja leikhluta.
Tom Brady, leikstjórnandi New England, hefur átt frábæru gengi að fagna á tímabilinu og var stoltur af sínum mönnum í leikslok.
„Ég vona bara að við getum haldið áfram á þessari braut," sagði Brady.