Rottumaðurinn Ólafur Sindri Ólafsson skrifar 31. janúar 2008 06:00 Sigmund Freud lýsti eitt sinn samskiptum sínum við sjúkling sem hann nefndi Rottumanninn. Þannig var, að þegar Rottumaðurinn var ungur, tók faðir hans sig eitt sinn til og misþyrmdi honum heiftarlega. Í stað þess að taka barsmíðunum þegjandi fylltist hinn verðandi Rottumaður heilagri bræði og jós svívirðingum yfir föður sinn á milli högga. En þar sem hann var ungur og óflekkaður kunni hann engin ljót orð. Hann greip því til þess sem var nærtækast og kallaði föður sinn nöfnum alls þess sem hendi var næst: „Lampinn þinn! Handklæðið þitt! Diskurinn þinn!" Við horfðum á Rottumanninn endurfæðast í beinni útsendingu frá Ráðhúsinu um daginn. Vildarvinirnir Villi og Óli höfðu í sameiningu áttað sig á því að hvorugur hafði nokkru að tapa og ákveðið að fara út með hvelli. Fórnarlömb leikfléttunnar sendu út fjöldapóst til unglinga og bentu á að réttast væri að mæta á staðinn í heiftúðugu skapi og láta heyra í sér. Einhverjir mættu. Stemningin varð fljótt eins og á kappleik. Það var baulað og púað og klappað og hlegið. Örfáum var verulega misboðið, langflestum þótti æðislega gaman. Nema hvað, þá kemur hápunkturinn. Kvislingurinn Óli kemur í pontu og nú skapast gott tækifæri til að þeyta á hann eins og einu pereati. Aldrei fyrr hefur nokkur maður legið jafn vel við höggi og allar aðstæður voru sem ákjósanlegastar til að skapa ódauðlega svívirðingu. Spennan magnaðist og ég sat bísperrtur á sætisbrúninni minni heima og hækkaði í sjónvarpinu. Og þá gerðist það. Af öllum fulltrúum móðgaðra þurfti Rottumaðurinn að taka af skarið. Ekki Hörður Torfa sem hefði getað snarað saman ádeilukvæði á staðnum, ekki Dr. Gunni sem orti um Gamla góða Villa með hártoppinn sinn og geðsjúklinginn. Nei, það var Rottumaðurinn, ísmeygilegt langleitt gerpi, sem tróð sér fram og hrópaði: „Þú ert ekki fokking borgarstjóri!" Fagurfræðilegt jafngildi þess að hrópa „Púltið þitt! Tjörnin þín! Jakkafötin þín!" Þvílíkt andstyggðar antíklæmax. Stjórnmálin verða æ grárri. Meira að segja á mestu umbrotatímum í sögu borgarstjórnar Reykjavíkur er eins og allir stjórnmálamennirnir sem koma við sögu séu í gruggugu geðlyfjamóki. Hvergi púls. Múlbundnir og tenntir varnöglum hliðra þeir sér við að taka slaginn. Kalla frekar á krakkana sína. Og í róstum reynslulausra hlýtur Rottumaðurinn að skjóta upp skottinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Sindri Ólafsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
Sigmund Freud lýsti eitt sinn samskiptum sínum við sjúkling sem hann nefndi Rottumanninn. Þannig var, að þegar Rottumaðurinn var ungur, tók faðir hans sig eitt sinn til og misþyrmdi honum heiftarlega. Í stað þess að taka barsmíðunum þegjandi fylltist hinn verðandi Rottumaður heilagri bræði og jós svívirðingum yfir föður sinn á milli högga. En þar sem hann var ungur og óflekkaður kunni hann engin ljót orð. Hann greip því til þess sem var nærtækast og kallaði föður sinn nöfnum alls þess sem hendi var næst: „Lampinn þinn! Handklæðið þitt! Diskurinn þinn!" Við horfðum á Rottumanninn endurfæðast í beinni útsendingu frá Ráðhúsinu um daginn. Vildarvinirnir Villi og Óli höfðu í sameiningu áttað sig á því að hvorugur hafði nokkru að tapa og ákveðið að fara út með hvelli. Fórnarlömb leikfléttunnar sendu út fjöldapóst til unglinga og bentu á að réttast væri að mæta á staðinn í heiftúðugu skapi og láta heyra í sér. Einhverjir mættu. Stemningin varð fljótt eins og á kappleik. Það var baulað og púað og klappað og hlegið. Örfáum var verulega misboðið, langflestum þótti æðislega gaman. Nema hvað, þá kemur hápunkturinn. Kvislingurinn Óli kemur í pontu og nú skapast gott tækifæri til að þeyta á hann eins og einu pereati. Aldrei fyrr hefur nokkur maður legið jafn vel við höggi og allar aðstæður voru sem ákjósanlegastar til að skapa ódauðlega svívirðingu. Spennan magnaðist og ég sat bísperrtur á sætisbrúninni minni heima og hækkaði í sjónvarpinu. Og þá gerðist það. Af öllum fulltrúum móðgaðra þurfti Rottumaðurinn að taka af skarið. Ekki Hörður Torfa sem hefði getað snarað saman ádeilukvæði á staðnum, ekki Dr. Gunni sem orti um Gamla góða Villa með hártoppinn sinn og geðsjúklinginn. Nei, það var Rottumaðurinn, ísmeygilegt langleitt gerpi, sem tróð sér fram og hrópaði: „Þú ert ekki fokking borgarstjóri!" Fagurfræðilegt jafngildi þess að hrópa „Púltið þitt! Tjörnin þín! Jakkafötin þín!" Þvílíkt andstyggðar antíklæmax. Stjórnmálin verða æ grárri. Meira að segja á mestu umbrotatímum í sögu borgarstjórnar Reykjavíkur er eins og allir stjórnmálamennirnir sem koma við sögu séu í gruggugu geðlyfjamóki. Hvergi púls. Múlbundnir og tenntir varnöglum hliðra þeir sér við að taka slaginn. Kalla frekar á krakkana sína. Og í róstum reynslulausra hlýtur Rottumaðurinn að skjóta upp skottinu.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun