Örvhentir og blindir fagna breytingum 27. febrúar 2008 06:00 Björg Magnúsdóttir nýkjörinn formaður Stúdentaráðs fagnar þeim breytingum sem hafa verið gerðar á Háskólabíói. fréttablaðið/stefán Örvhentir nemendur við Háskóla Íslands taka þeim breytingum sem hafa verið gerðar á nýjum kvikmyndasölum Háskólabíós fagnandi. Ný sæti með borðum fyrir örvhenta hefur verið komið fyrir yst vinstra megin í hverri sætaröð og eiga þeir því auðveldara með það en áður að glósa í fyrirlestrum. blindraletur Blindraletur hefur verið sett upp til að auðvelda blindum aðgang að háskólanum. Sætin eru jafnframt sérhönnuð þannig að þau rugga ekki til að þau trufli síður nemendur sem þurfa að glósa. Einnig er rafmagn í hverju sæti til að hægt sé að stinga þar fartölvu í samband. „Ég hef talað við fólk út af nýja bíóinu og það hefur lýst yfir mikilli ánægju með það. Að sjálfsögðu er þetta mikil búbót,“ segir Björg Magnúsdóttir, nýkjörinn formaður Stúdentaráðs. Jón Eiríkur Jóhannesson, rekstrarstjóri kvikmyndahúsa Senu, segir að kennarar hafi einnig lýst yfir ánægju með salina. „Það eru komin ný púlt þar sem þeir geta stýrt ljósum og haft tölvu á einum stað,“ segir hann. „Við höfum átt feikilega gott samstarf við Háskólann í þessum breytingum. Báðir aðilar hafa það sameiginlega markmið að hefja húsið upp til fyrri virðingar.“ Auk þess sem örvhentir nemendur fagna breytingunum á sölunum hafa nýjar blindraletursmerkingar í byggingum Háskólans haft góð áhrif. „Áður en háskólatorgið var tekið í notkun voru allar byggingar Háskólans blindraletursmerktar til að vekja athygli á því að blindir gætu ekki mögulega komist um. Í kjölfarið skráðu tveir blindir einstaklingar sig í skólann,“ segir Björg. Til stendur að bæta fleiri blindramerkingum við á háskólatorginu á næstunni til að auðvelda blindum enn frekari aðgengi að Háskólanum. - fb Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Örvhentir nemendur við Háskóla Íslands taka þeim breytingum sem hafa verið gerðar á nýjum kvikmyndasölum Háskólabíós fagnandi. Ný sæti með borðum fyrir örvhenta hefur verið komið fyrir yst vinstra megin í hverri sætaröð og eiga þeir því auðveldara með það en áður að glósa í fyrirlestrum. blindraletur Blindraletur hefur verið sett upp til að auðvelda blindum aðgang að háskólanum. Sætin eru jafnframt sérhönnuð þannig að þau rugga ekki til að þau trufli síður nemendur sem þurfa að glósa. Einnig er rafmagn í hverju sæti til að hægt sé að stinga þar fartölvu í samband. „Ég hef talað við fólk út af nýja bíóinu og það hefur lýst yfir mikilli ánægju með það. Að sjálfsögðu er þetta mikil búbót,“ segir Björg Magnúsdóttir, nýkjörinn formaður Stúdentaráðs. Jón Eiríkur Jóhannesson, rekstrarstjóri kvikmyndahúsa Senu, segir að kennarar hafi einnig lýst yfir ánægju með salina. „Það eru komin ný púlt þar sem þeir geta stýrt ljósum og haft tölvu á einum stað,“ segir hann. „Við höfum átt feikilega gott samstarf við Háskólann í þessum breytingum. Báðir aðilar hafa það sameiginlega markmið að hefja húsið upp til fyrri virðingar.“ Auk þess sem örvhentir nemendur fagna breytingunum á sölunum hafa nýjar blindraletursmerkingar í byggingum Háskólans haft góð áhrif. „Áður en háskólatorgið var tekið í notkun voru allar byggingar Háskólans blindraletursmerktar til að vekja athygli á því að blindir gætu ekki mögulega komist um. Í kjölfarið skráðu tveir blindir einstaklingar sig í skólann,“ segir Björg. Til stendur að bæta fleiri blindramerkingum við á háskólatorginu á næstunni til að auðvelda blindum enn frekari aðgengi að Háskólanum. - fb
Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira