Magni í útrás vinnur Bon Jovi 12. mars 2008 00:01 Söngvarinn Magni Ásgeirsson keppti um hylli tónlistarunnenda við Bon Jovi. Hann telur sig hafa unnið.Fréttablaðið/hrönn Magni Ásgeirsson er í Kanada ásamt hljómsveit sinni og spilar í Toronto í kvöld á Bier Markt klúbbnum. Þar spilaði hann líka á mánudagskvöldið. „Við erum í svaka samkeppni við Bon Jovi sem var að spila hérna hinu megin við götuna,“ segir Magni. „Við unnum þá samkeppni. Allavega í skemmtanagildi.“ Magni er að taka þátt í markaðsátaki Icelandair sem kynnir nú beint flug sitt til Toronto. Átakið heitir Taste of Iceland og auk Magna spilar hljómsveitin Ghostigital á öðrum stað í borginni í kvöld. „Markús Örn sendiherra kynnti okkur á svið og sagði fallega hluti um mig og Ísland. Meðal annars að ég væri sendiherra Íslands í heiminum öllum. Ég minnist þess nú ekki að vera á launaskrá hjá ríkinu en ef til vill ætti ég að sækja um. Það var slatti af Vestur-Íslendingum á svæðinu sem sögðu allir það sama: „Ég tala ekki gott íslenska.“ Meirihlutinn var þó Kanadamenn og ég er farinn að halda að Rock star Supernova hafi verið jafn vinsæll þáttur í Kanada og á Íslandi. Það virtust allir kannast við mig. Miðað við þessar viðtökur get ég vel hugsað mér að spila aftur í Kanada. Þetta eru ekki nema fimm tímar í beinu flugi.“ Magni náði þeim góða áfanga á dögunum að eignast meira en tíu þúsund vini á Myspace síðunni sinni. „Ég hef samþykkt alla þessa vini sjálfur. Ég vona að þetta sé allt gott fólk.“ Eftir Kanadadvölina snýr Magni heim og fer á páskatúr með félögum sínum í Á móti sól. Hann skemmtir á Selfossi, Eskifirði, Blönduósi og Akranesi. Rock Star Supernova Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Náði ekki milljónamarkmiðinu en heldur ótrauð áfram Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Magni Ásgeirsson er í Kanada ásamt hljómsveit sinni og spilar í Toronto í kvöld á Bier Markt klúbbnum. Þar spilaði hann líka á mánudagskvöldið. „Við erum í svaka samkeppni við Bon Jovi sem var að spila hérna hinu megin við götuna,“ segir Magni. „Við unnum þá samkeppni. Allavega í skemmtanagildi.“ Magni er að taka þátt í markaðsátaki Icelandair sem kynnir nú beint flug sitt til Toronto. Átakið heitir Taste of Iceland og auk Magna spilar hljómsveitin Ghostigital á öðrum stað í borginni í kvöld. „Markús Örn sendiherra kynnti okkur á svið og sagði fallega hluti um mig og Ísland. Meðal annars að ég væri sendiherra Íslands í heiminum öllum. Ég minnist þess nú ekki að vera á launaskrá hjá ríkinu en ef til vill ætti ég að sækja um. Það var slatti af Vestur-Íslendingum á svæðinu sem sögðu allir það sama: „Ég tala ekki gott íslenska.“ Meirihlutinn var þó Kanadamenn og ég er farinn að halda að Rock star Supernova hafi verið jafn vinsæll þáttur í Kanada og á Íslandi. Það virtust allir kannast við mig. Miðað við þessar viðtökur get ég vel hugsað mér að spila aftur í Kanada. Þetta eru ekki nema fimm tímar í beinu flugi.“ Magni náði þeim góða áfanga á dögunum að eignast meira en tíu þúsund vini á Myspace síðunni sinni. „Ég hef samþykkt alla þessa vini sjálfur. Ég vona að þetta sé allt gott fólk.“ Eftir Kanadadvölina snýr Magni heim og fer á páskatúr með félögum sínum í Á móti sól. Hann skemmtir á Selfossi, Eskifirði, Blönduósi og Akranesi.
Rock Star Supernova Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Náði ekki milljónamarkmiðinu en heldur ótrauð áfram Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein