Hetja okkar smáborgara Karen D. Kjartansdóttir skrifar 18. mars 2008 06:00 Þverflauta er töff hljóðfæri, um það hef ég aldrei efast enda spilað á slíkan grip af miklum móð í gegnum tíðina. Í kringum fermingu var ég þó orðin ögn þreytt á endalausum laglínum sænska tónsmiðsins Bellmans sem skólabækurnar innihéldu og áhuginn dofnaði í öfugu hlutfalli við áhuga á strákum og reykingum. Líklega tafði fátt för mína að partíum jafn mikið og kaup á bók sem innihélt útfærslur Bítlalaga fyrir flautu. lennon var lengi minn maður í Bítlunum. Hann höfðar jú frekar til uppreisnargjarnra unglinga sem aðeins hafa eitt markmið, að gæta sín á að gera engum til hæfis. Lög hans stúderaði ég út í óendanleikann. En lagasmíðar McCartneys afgreiddi ég sem smáborgararusl, enda var lagið Ob la di ob la da spilað í Life goes on, sykurvellunni um Corky Thatcher og fjölskyldu. Síðar á ævinni hef ég æ oftar áttað mig á því að McCartney er minn maður í Bítlunum. McCartney var ófeiminn við að semja um hversdagsvandamál venjulega fólksins sem hægt er að samsama sig án þess að hafa notað ofskynjunarlyf. Því er nú haldið fram að maðurinn sem samdi Yesterday og Hey Jude hafi lamið einfætta konu sína eins og harðfisk. Ég held að það sé ekki fótur fyrir því. Paul var 24 ára þegar lagið When I'm Sixty-Four tók að óma á plötuspilurum heimsins. Í laginu spyr ástfangin ung manneskja maka sinn hvort hann verði enn til staðar þegar þau verða 64 ára og hvort þau muni ekki hafa það ægilega notalegt saman í sumarbústað ásamt barnabörnunum. Lagið var sumsé fagur óður til hversdagsfólks sem helst dreymir um áhyggjulausa daga í faðmi ástvina sinna og eins ólíkt óði Lennons um eilífa jarðarberjaakra sem kom út á sama tíma og ellismellurinn. Vesalings Paul verður 66 ára í sumar og má nærri geta að spurningarnar sem hann varpaði fram sem unglingur hafi verið svarað á annan veg en hann óskaði. Ég veit þó ekki hvor var lánsamari af Bítlunum, McCartney eða Lennon. Sá fyrrnefndi er loksins sloppinn undan fégráðugri skækju, nokkrum milljörðum fátækari. Mig grunar þó að Lennon hafi ekki enn náð úr sér hrollinum sem hlaust af því að fylgjast með ekkju sinni úti í Viðey með vasaljós og Villa í haust. Öll hjálparmeðul Lúsíu í skýjum með demanta gætu ekki slegið á aulahrollinn sem þessu fylgdi og hefur fylgt vesalings Sjálfstæðisflokknum í borginni allar götur síðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun
Þverflauta er töff hljóðfæri, um það hef ég aldrei efast enda spilað á slíkan grip af miklum móð í gegnum tíðina. Í kringum fermingu var ég þó orðin ögn þreytt á endalausum laglínum sænska tónsmiðsins Bellmans sem skólabækurnar innihéldu og áhuginn dofnaði í öfugu hlutfalli við áhuga á strákum og reykingum. Líklega tafði fátt för mína að partíum jafn mikið og kaup á bók sem innihélt útfærslur Bítlalaga fyrir flautu. lennon var lengi minn maður í Bítlunum. Hann höfðar jú frekar til uppreisnargjarnra unglinga sem aðeins hafa eitt markmið, að gæta sín á að gera engum til hæfis. Lög hans stúderaði ég út í óendanleikann. En lagasmíðar McCartneys afgreiddi ég sem smáborgararusl, enda var lagið Ob la di ob la da spilað í Life goes on, sykurvellunni um Corky Thatcher og fjölskyldu. Síðar á ævinni hef ég æ oftar áttað mig á því að McCartney er minn maður í Bítlunum. McCartney var ófeiminn við að semja um hversdagsvandamál venjulega fólksins sem hægt er að samsama sig án þess að hafa notað ofskynjunarlyf. Því er nú haldið fram að maðurinn sem samdi Yesterday og Hey Jude hafi lamið einfætta konu sína eins og harðfisk. Ég held að það sé ekki fótur fyrir því. Paul var 24 ára þegar lagið When I'm Sixty-Four tók að óma á plötuspilurum heimsins. Í laginu spyr ástfangin ung manneskja maka sinn hvort hann verði enn til staðar þegar þau verða 64 ára og hvort þau muni ekki hafa það ægilega notalegt saman í sumarbústað ásamt barnabörnunum. Lagið var sumsé fagur óður til hversdagsfólks sem helst dreymir um áhyggjulausa daga í faðmi ástvina sinna og eins ólíkt óði Lennons um eilífa jarðarberjaakra sem kom út á sama tíma og ellismellurinn. Vesalings Paul verður 66 ára í sumar og má nærri geta að spurningarnar sem hann varpaði fram sem unglingur hafi verið svarað á annan veg en hann óskaði. Ég veit þó ekki hvor var lánsamari af Bítlunum, McCartney eða Lennon. Sá fyrrnefndi er loksins sloppinn undan fégráðugri skækju, nokkrum milljörðum fátækari. Mig grunar þó að Lennon hafi ekki enn náð úr sér hrollinum sem hlaust af því að fylgjast með ekkju sinni úti í Viðey með vasaljós og Villa í haust. Öll hjálparmeðul Lúsíu í skýjum með demanta gætu ekki slegið á aulahrollinn sem þessu fylgdi og hefur fylgt vesalings Sjálfstæðisflokknum í borginni allar götur síðan.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun