Tilnefningar birtar til Þýðingarverðlaunanna Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 5. apríl 2008 06:00 Sigurður Pálsson er tilnefndur fyrir frábæra þýðingu á sálfræðitrylli. Í vikunni var tilkynnt um tilnefningar valnefndar til Íslensku þýðingarverðlaunanna sem afhent verða af forseta Íslands á Gljúfrasteini í lok apríl. Í dómnefnd sátu bókmenntafræðingar og blaðamenn, allt valinkunnir fagurkerar á íslenskar og erlendar bókmenntir, þau Silja Aðalsteinsdóttir, Árni Matthíasson og Fríða Björk Ingvarsdóttir. Tilnefndar bækur til Íslensku þýðingarverðlaunanna 2008 eru eftirtalin verk en þrátt fyrir barlóm útgefenda var kraftur í þýðingum úr erlendum tungumálum, bæði frumþýðingar af þeirri tungu sem verkin voru samin á og eins þýðingar sem snúið er af öðru tungumáli. Verkin eru þessi: Brandarinn, Milan Kundera. Friðrik Rafnsson þýðir. JPV útgáfa. Brandarinn (Zert) var fyrsta skáldsaga Milans Kundera (1967), myrk saga um það hvernig hefndarhugur eitrar líf ungs manns. Friðrik Rafnsson hefur nú þýtt allar skáldsögur Kunderas og texti Brandarans ber með sér að þýðandinn er nákunnugur stíl höfundar. Loftskeytamaðurinn, Knut Hamsun. Jón Kalman Stefánsson þýðir. Uppheimar. Loftskeytamaðurinn (Sværmere), ein skemmtilegasta bók Knuts Hamsun, segir frá Ole Rolandsen, drykkfelldum og sjálfumglöðum kvennamanni sem reynist þó eiga óvæntar hliðar. Jón Kalman nýtur þess augljóslega að þýða fyndinn og oft ósvífinn textann.Eiríkur Örn er einnig tilnefndur.Módelið, Lars Saabye Christensen. Sigrún Kr. Magnúsdóttir þýðir. Mál og menning. Módelið (Modellen) er um virtan myndlistarmann sem lendir í alvarlegri siðklípu þegar hann stendur frammi fyrir því að verða blindur. Þýðingin fangar vel bæði kurteislegt yfirborð sögunnar og óhugnað undirtextans. Móðurlaus Brooklyn, Jonathan Lethem. Eiríkur Örn Norðdahl þýðir. Bjartur. Móðurlaus Brooklyn (Motherless Brooklyn) gerist í heimi jaðarfólks í New York. Aðalpersóna og sögumaður þjáist af Tourette-áráttuhegðun sem meðal annars kemur fram í því að hann verður að snúa upp á orð sem hann heyrir og endurtaka þau í endalausum tilbrigðum. Það hefur ekki verið einfalt að endurskapa þennan óskapnað á íslensku. Skíðaferðin, Emmanuel Carrère. Sigurður Pálsson þýðir. JPV útgáfa. Skíðaferðin (La classe de neige) hans Nicolasar litla byrjar illa og endar enn þá verr, og það er allt pabba hans að kenna. Tónn sögunnar er bernskur en þó mettaður orðlausri skelfingu sem þýðandi nær með miklum ágætum. Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Í vikunni var tilkynnt um tilnefningar valnefndar til Íslensku þýðingarverðlaunanna sem afhent verða af forseta Íslands á Gljúfrasteini í lok apríl. Í dómnefnd sátu bókmenntafræðingar og blaðamenn, allt valinkunnir fagurkerar á íslenskar og erlendar bókmenntir, þau Silja Aðalsteinsdóttir, Árni Matthíasson og Fríða Björk Ingvarsdóttir. Tilnefndar bækur til Íslensku þýðingarverðlaunanna 2008 eru eftirtalin verk en þrátt fyrir barlóm útgefenda var kraftur í þýðingum úr erlendum tungumálum, bæði frumþýðingar af þeirri tungu sem verkin voru samin á og eins þýðingar sem snúið er af öðru tungumáli. Verkin eru þessi: Brandarinn, Milan Kundera. Friðrik Rafnsson þýðir. JPV útgáfa. Brandarinn (Zert) var fyrsta skáldsaga Milans Kundera (1967), myrk saga um það hvernig hefndarhugur eitrar líf ungs manns. Friðrik Rafnsson hefur nú þýtt allar skáldsögur Kunderas og texti Brandarans ber með sér að þýðandinn er nákunnugur stíl höfundar. Loftskeytamaðurinn, Knut Hamsun. Jón Kalman Stefánsson þýðir. Uppheimar. Loftskeytamaðurinn (Sværmere), ein skemmtilegasta bók Knuts Hamsun, segir frá Ole Rolandsen, drykkfelldum og sjálfumglöðum kvennamanni sem reynist þó eiga óvæntar hliðar. Jón Kalman nýtur þess augljóslega að þýða fyndinn og oft ósvífinn textann.Eiríkur Örn er einnig tilnefndur.Módelið, Lars Saabye Christensen. Sigrún Kr. Magnúsdóttir þýðir. Mál og menning. Módelið (Modellen) er um virtan myndlistarmann sem lendir í alvarlegri siðklípu þegar hann stendur frammi fyrir því að verða blindur. Þýðingin fangar vel bæði kurteislegt yfirborð sögunnar og óhugnað undirtextans. Móðurlaus Brooklyn, Jonathan Lethem. Eiríkur Örn Norðdahl þýðir. Bjartur. Móðurlaus Brooklyn (Motherless Brooklyn) gerist í heimi jaðarfólks í New York. Aðalpersóna og sögumaður þjáist af Tourette-áráttuhegðun sem meðal annars kemur fram í því að hann verður að snúa upp á orð sem hann heyrir og endurtaka þau í endalausum tilbrigðum. Það hefur ekki verið einfalt að endurskapa þennan óskapnað á íslensku. Skíðaferðin, Emmanuel Carrère. Sigurður Pálsson þýðir. JPV útgáfa. Skíðaferðin (La classe de neige) hans Nicolasar litla byrjar illa og endar enn þá verr, og það er allt pabba hans að kenna. Tónn sögunnar er bernskur en þó mettaður orðlausri skelfingu sem þýðandi nær með miklum ágætum.
Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira