Endurútgefur Ólaf Jóhann 11. september 2008 06:00 Pétur Már Ólafsson segir það hafa blundað í honum lengi að endurútgefa þríleik Ólafs Jóhanns Sigurðssonar um blaðamanninn Pál Jónsson. „Þetta er gamall draumur sem hefur blundað í mér lengi,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá bókaforlaginu Veröld, sem mun endurútgefa þríleik Ólafs Jóhanns Sigurðssonar um Pál Jónsson blaðamann á komandi mánuðum. Þríleikurinn hefur verið ófáanlegur um árabil, en bækurnar, Gangvirkið, Seiður og hélog og Drekar og smáfuglar, komu út á árunum 1955-1983. „Við gefum þetta stórvirki nú út í tveimur hlutum í stað þriggja. Upphaflega ætluðum við að reyna að koma þessu í eitt bindi, en það reyndist bara ógjörningur,“ segir Pétur, enda skáldverkið viðamikið. Fyrri hlutinn, fyrri bækurnar tvær, kemur út í lok mánaðar, á sama tíma og Ólafur Jóhann hefði fagnað níræðisafmæli, en sá seinni eftir áramót. Verkið gerist um og eftir stríðsárin og er að sögn Péturs eitt viðamesta skáldverkið um lífið á landinu á þessu mikla umbrotaskeiði. „Því miður hefur kannski verið hljóðara um Ólaf Jóhann undanfarin ár en hann á skilið, hann var einn okkar mesti rithöfundur á 20. öld,“ segir Pétur, sem vonast til að endurvekja áhuga fólks á höfundinum. „Þetta verk hefur verið ófáanlegt í mörg ár, og sem dæmi um það reyndum við að finna gömul eintök til að hafa til hliðsjónar núna í nýrri útgáfu, en það reyndist bara ómögulegt að finna þau á fornbókasölum. Við erum mjög stolt af því að fá að gera þetta og vonum að þjóðin kunni að meta þennan mikla snilling að verðleikum,“ segir Pétur. - sun Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Þetta er gamall draumur sem hefur blundað í mér lengi,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá bókaforlaginu Veröld, sem mun endurútgefa þríleik Ólafs Jóhanns Sigurðssonar um Pál Jónsson blaðamann á komandi mánuðum. Þríleikurinn hefur verið ófáanlegur um árabil, en bækurnar, Gangvirkið, Seiður og hélog og Drekar og smáfuglar, komu út á árunum 1955-1983. „Við gefum þetta stórvirki nú út í tveimur hlutum í stað þriggja. Upphaflega ætluðum við að reyna að koma þessu í eitt bindi, en það reyndist bara ógjörningur,“ segir Pétur, enda skáldverkið viðamikið. Fyrri hlutinn, fyrri bækurnar tvær, kemur út í lok mánaðar, á sama tíma og Ólafur Jóhann hefði fagnað níræðisafmæli, en sá seinni eftir áramót. Verkið gerist um og eftir stríðsárin og er að sögn Péturs eitt viðamesta skáldverkið um lífið á landinu á þessu mikla umbrotaskeiði. „Því miður hefur kannski verið hljóðara um Ólaf Jóhann undanfarin ár en hann á skilið, hann var einn okkar mesti rithöfundur á 20. öld,“ segir Pétur, sem vonast til að endurvekja áhuga fólks á höfundinum. „Þetta verk hefur verið ófáanlegt í mörg ár, og sem dæmi um það reyndum við að finna gömul eintök til að hafa til hliðsjónar núna í nýrri útgáfu, en það reyndist bara ómögulegt að finna þau á fornbókasölum. Við erum mjög stolt af því að fá að gera þetta og vonum að þjóðin kunni að meta þennan mikla snilling að verðleikum,“ segir Pétur. - sun
Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira