Endurútgefur Ólaf Jóhann 11. september 2008 06:00 Pétur Már Ólafsson segir það hafa blundað í honum lengi að endurútgefa þríleik Ólafs Jóhanns Sigurðssonar um blaðamanninn Pál Jónsson. „Þetta er gamall draumur sem hefur blundað í mér lengi,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá bókaforlaginu Veröld, sem mun endurútgefa þríleik Ólafs Jóhanns Sigurðssonar um Pál Jónsson blaðamann á komandi mánuðum. Þríleikurinn hefur verið ófáanlegur um árabil, en bækurnar, Gangvirkið, Seiður og hélog og Drekar og smáfuglar, komu út á árunum 1955-1983. „Við gefum þetta stórvirki nú út í tveimur hlutum í stað þriggja. Upphaflega ætluðum við að reyna að koma þessu í eitt bindi, en það reyndist bara ógjörningur,“ segir Pétur, enda skáldverkið viðamikið. Fyrri hlutinn, fyrri bækurnar tvær, kemur út í lok mánaðar, á sama tíma og Ólafur Jóhann hefði fagnað níræðisafmæli, en sá seinni eftir áramót. Verkið gerist um og eftir stríðsárin og er að sögn Péturs eitt viðamesta skáldverkið um lífið á landinu á þessu mikla umbrotaskeiði. „Því miður hefur kannski verið hljóðara um Ólaf Jóhann undanfarin ár en hann á skilið, hann var einn okkar mesti rithöfundur á 20. öld,“ segir Pétur, sem vonast til að endurvekja áhuga fólks á höfundinum. „Þetta verk hefur verið ófáanlegt í mörg ár, og sem dæmi um það reyndum við að finna gömul eintök til að hafa til hliðsjónar núna í nýrri útgáfu, en það reyndist bara ómögulegt að finna þau á fornbókasölum. Við erum mjög stolt af því að fá að gera þetta og vonum að þjóðin kunni að meta þennan mikla snilling að verðleikum,“ segir Pétur. - sun Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Þetta er gamall draumur sem hefur blundað í mér lengi,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá bókaforlaginu Veröld, sem mun endurútgefa þríleik Ólafs Jóhanns Sigurðssonar um Pál Jónsson blaðamann á komandi mánuðum. Þríleikurinn hefur verið ófáanlegur um árabil, en bækurnar, Gangvirkið, Seiður og hélog og Drekar og smáfuglar, komu út á árunum 1955-1983. „Við gefum þetta stórvirki nú út í tveimur hlutum í stað þriggja. Upphaflega ætluðum við að reyna að koma þessu í eitt bindi, en það reyndist bara ógjörningur,“ segir Pétur, enda skáldverkið viðamikið. Fyrri hlutinn, fyrri bækurnar tvær, kemur út í lok mánaðar, á sama tíma og Ólafur Jóhann hefði fagnað níræðisafmæli, en sá seinni eftir áramót. Verkið gerist um og eftir stríðsárin og er að sögn Péturs eitt viðamesta skáldverkið um lífið á landinu á þessu mikla umbrotaskeiði. „Því miður hefur kannski verið hljóðara um Ólaf Jóhann undanfarin ár en hann á skilið, hann var einn okkar mesti rithöfundur á 20. öld,“ segir Pétur, sem vonast til að endurvekja áhuga fólks á höfundinum. „Þetta verk hefur verið ófáanlegt í mörg ár, og sem dæmi um það reyndum við að finna gömul eintök til að hafa til hliðsjónar núna í nýrri útgáfu, en það reyndist bara ómögulegt að finna þau á fornbókasölum. Við erum mjög stolt af því að fá að gera þetta og vonum að þjóðin kunni að meta þennan mikla snilling að verðleikum,“ segir Pétur. - sun
Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira